Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 25. ágúst 2022 07:35
Elvar Geir Magnússon
Bein lýsing
Í Beinni: Dregið í riðla Meistaradeildarinnar
Drátturinn í beinni textalýsingu
Mynd: EPA
Í dag klukkan 16 hefst athöfn í Istanbúl þar sem dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar fyrir þetta tímabil.

Pottur eitt: Real Madrid, Man City, Bayern München, AC Milan, Ajax, Frankfurt, Porto, PSG.

Pottur tvö: Tottenham, Liverpool, Chelsea, Barcelona, Atletico Madrid, Sevilla, Juventus, RB Leipzig.

Pottur þrjú: Inter, Napoli, Benfica, Sporting Lissabon, Bayer Leverkusen, Borussia Dortmund, RB Salzburg, Shaktar Donetsk.

Pottur fjögur: Marseille, Club Brugge, Celtic, Rangers, Maccabi Haifa, Viktoria Plzen, Dinamo Zagreb, FC Kaupmannahöfn.
17:20
Með því þá slaufum við þessari textalýsingu! Takk fyrir samfylgdina!

Eyða Breyta
17:19


Leikmaður ársins hjá UEFA í karlaflokki er Karim Benzema hjá Real Madrid. Raðaði inn mörkum fyrir Madrídinga sem unnu spænska meistaraitilinn og einnig Meistaradeildina.

Eyða Breyta
17:16

Alexia Putellas, leikmaður Barcelona, er UEFA leikmaður ársins í kvennaflokki. Hún varð spænskur meistari með Barca en liðið hafnaði í öðru sæti í Meistaradeildinni.

Eyða Breyta
17:15

Ancelotti og Ceferin. Ég held að Ceferin sé með svalasta handaband jarðarinnar.


Eyða Breyta
17:11



Eyða Breyta
17:06
Carlo Ancelotti er að sjálfsögðu þjálfari ársins í karlaflokki hjá UEFA. Stýrði Real Madrid til sigurs í Meistaradeild Evrópu og einnig til Spánarmeistaratitilsins. Hann missti ekki af flugvélinni og er mættur til að taka á móti glæsilegri styttu.

Eyða Breyta
17:04
Það er komið að frekari verðlaunaafhendingu. Þjálfari ársins hjá UEFA í kvennaflokki er Sarina Wiegman sem stýrði Englandi til sigurs á EM kvenna. Fótboltinn kom heim. Wiegman missti af flugvélinni til Istanbúl og heldur ræðu með fjarskiptabúnaði.




Eyða Breyta
17:02



Eyða Breyta
17:00
Þá eru riðlarnir klárir!

Eyða Breyta
17:00
Megi Guð vera með Tékkunum...

C-riðill (STAÐFEST)
Bayern München
Barcelona
Inter
Viktoria Plzen

Eyða Breyta
16:59
H-riðill (STAÐFEST)
PSG
Juventus
Benfica
Maccabi Haifa

Eyða Breyta
16:58
E-riðill (STAÐFEST)
AC Milan
Chelsea
RB Salzburg
Dinamo Zagreb

Eyða Breyta
16:57
Snúinn riðill hjá Liverpool!

A-riðill (STAÐFEST)
Ajax
Liverpool
Napoli
Rangers

Eyða Breyta
16:56
B-riðill (STAÐFEST)
Porto
Atletico Madrid
Leverkusen
Club Brugge

Eyða Breyta
16:55
Íslendingaliðið í riðli með Englandsmeisturunum.

G-riðill (STAÐFEST)
Man City
Sevilla
Dortmund
FC Kaupmannahöfn

Eyða Breyta
16:54
D-riðill (STAÐFEST)
Eintracht Frankfurt
Tottenham
Sporting Lissabon
Marseille

Eyða Breyta
16:53
Skotlandsmeistararnir í riðli með Evrópumeisturunum ríkjandi. Fyrsti riðillinn sem klárast:

F-riðill (STAÐFEST)
Real Madrid
RB Leipzig
Shaktar Donetsk
Celtic

Eyða Breyta
16:52
Þá er það síðasti potturinn!

Eyða Breyta
16:52
B-riðill:
Porto
Atletico Madrid
Leverkusen
x

Eyða Breyta
16:50
VÁ! Þessi riðill!!!

C-riðill:
Bayern München
Barcelona
Inter
x

Eyða Breyta
16:49
F-riðill:
Real Madrid
RB Leipzig
Shaktar Donetsk
x

Eyða Breyta
16:48
D-riðill:
Eintracht Frankfurt
Tottenham
Sporting Lissabon
x

Eyða Breyta
16:48
G-riðill:
Man City
Sevilla
Dortmund
x

Eyða Breyta
16:46
H-riðill:
PSG
Juventus
Benfica
x

Eyða Breyta
16:46



Eyða Breyta
16:46
E-riðill:
AC Milan
Chelsea
RB Salzburg
x

Eyða Breyta
16:44
Napoli í riðli með Liverpool.

A-riðill:
Ajax
Liverpool
Napoli
x

Eyða Breyta
16:44
Napoli er fyrsta liðið úr potti þrjú.

Eyða Breyta
16:43
Drátturinn er hálfnaður og verið að kynna liðin í potti þrjú.

Eyða Breyta
16:42
Atletico Madrid er í B-riðli með Porto. Þá er búið að draga úr potti tvö.

Eyða Breyta
16:40
Chelsea fer í D-riðil með AC Milan.

Eyða Breyta
16:40
Barcelona fer í C-riðil með Bayern München. Barca - Bayern takk fyrir.

Eyða Breyta
16:39

Yaya Toure er búinn að vera frábær í drættinum. Segir nöfn liða hátt og skýrt.


Eyða Breyta
16:38
Sevilla fer í G-riðil með Manchester City.

Eyða Breyta
16:38
Liverpool fer í A-riðil með Ajax.

Eyða Breyta
16:37
Liverpool er komið upp...

Eyða Breyta
16:37
Tottenham fer í D-riðil með Eintracht Frankfurt. Þýska liðið vann Evrópudeildina á síðasta tímabili.

Eyða Breyta
16:36
Juventus kemur næst upp og fer í H-riðil með PSG. Alvöru.

Eyða Breyta
16:35
RB Leipzig er fyrst úr potti tvö og fer í F-riðil með meisturunum í Real Madrid.

Eyða Breyta
16:34


Eyða Breyta
16:33
Þá er kynning á liðunum í potti tvö. Þar má meðal annars finna Liverpool. Spennan eykst.

Eyða Breyta
16:32
AC Milan verður í E-riðli, Real Madrid í F-riðli, Manchester City í G-riðli og PSG í H-riðli. Þá er búið að draga úr potti eitt.

Eyða Breyta
16:30
Porto fer í B-riðil, Bayern München í C-riðil, Frankfurt í D-riðil...

Eyða Breyta
16:28
Yaya Toure er byrjaður að hræra í pottunum og Ajax er fyrsta liðið sem kemur upp. Ajax verður því í A-riðli.

Eyða Breyta
16:26
Verið er að kynna liðin í potti eitt með dramatísku myndbandi.

Eyða Breyta
16:24
Hamit Altintop glæsilegur með bikarinn.




Eyða Breyta
16:22
Hann er kominn! Sjálfur Giorgio Marchetti sem sér um að draga að vanda. Aðeins einu sinni hefur dráttur misheppnast hjá honum, sem er ansi góður árangur miðað við það hversu mörgum dráttum hann hefur stýrt!

Nú er stutt í þetta! Verið að fara yfir fyrirkomulagið í drættinum.



Eyða Breyta
16:19
Verið að spjalla á sviðinu og teygja lopann fræga. Hér er mynd af því þegar Arrigo Sacchi tók við forsetaverðlaunum UEFA frá Aleksander Ceferin áðan.



Eyða Breyta
16:16


Yaya Toure, fyrrum miðjumaður Manchester City og Barcelona, er einnig mættur á svið til að aðstoða við dráttinn framundan. Hann vann Meistaradeildina með Barcelona 2009.

Eyða Breyta
16:15


Hamit Altintop er kallaður á sviðið. Sérstakur gestur í þessum drætti í Istanbúl. Lék með Schalke, Bayern München, Real Madrid og Galatasaray.

Eyða Breyta
16:12


Eyða Breyta
16:08
Verðlaunaafhending í gangi. Arrigo Sacchi að taka við forsetaverðlaununum frá Ceferin.

Eyða Breyta
16:03


Sýnt er myndband þar sem síðasta tímabil Meistaradeildarinnar er rifjað upp. Sæbjörn Steinke er kominn með gæsahúð hér á skrifstofu Fótbolta.net.


Eyða Breyta
16:02
Athöfnin er hafin. Allt mjög formlegt og lopinn verður teygður. Reshmin Chowdhury og Pedro Pinto eru kynnarnir í dag.

Eyða Breyta
15:59
Hægt er að horfa á dráttinn í gegnum heimasíðu UEFA, með því að smella hérna.

Eyða Breyta
15:52
Margir stuðningsmenn Liverpool sem eru fastir fyrir framan skjáinn.


Eyða Breyta
15:35

Tékkinn Pavel Nedved var í miklu uppáhaldi hjá mér. Þvílíkur leikmaður sem hann var.

Eyða Breyta
15:32
Við erum mætt á rauða dregilinn og þar er góðmennt!

Dursun Ozbek forseti tyrkneska félagsins Galatasaray.


Edwin van der Sar, fyrrum markvörður hollenska landsliðsins.


Talandi um markverði. Hér er Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München.

Eyða Breyta
10:20



Eyða Breyta
08:26


Eyða Breyta
08:00
Upp úr klukkan 15 í dag tökum við þráðinn upp aftur og fylgjumst með drættinum í beinni.

Eyða Breyta
07:59


Riðlakeppnin verður spiluð yfir skemmri tíma en venja er, vegna HM í Katar. Riðlakeppnin hefst 6. september og lýkur 2. nóvember. Úrslitaleikurinn verður á Ataturk Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi 10. júní 2023.

Það eru engin rússnesk lið í Meistaradeildinni þar sem UEFA setti bann eftir innrásina í Úkraínu. Shaktar Donetsk frá Úkraínu leikur heimaleiki sína á Stadion Wojska Polskiego, heimavelli Legia Varsjá í Póllandi.

Eyða Breyta
07:57
Fulltrúar Íslands í keppninni eru í danska meistaraliðinu FCK; Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru í Kaupmannahafnarliðinu.

FCK tryggði sér sæti í riðlakeppninni með jafntefli í Tyrklandi í gær.



Eyða Breyta
07:55
Hér má sjá liðin í pottunum flokkuð eftir löndum:

England: Chelsea, Liverpool, Manchester City, Tottenham

Spánn: Atletico Madrid, Barcelona, Real Madrid, Sevilla

Ítalía: Inter, Juventus, Milan, Napoli

Þýskaland: Bayern Munich, Borussia Dortmund, Eintracht Frankfurt, Leipzig, Leverkusen

Frakkland: Marseille, Paris St-Germain

Portúgal Porto, Sporting Lissabon, Benfica

Holland: Ajax

Belgía: Club Brugge

Austurríki: Salzburg

Skotland: Celtic, Rangers

Úkraína: Shakhtar Donetsk

Tékkland: Viktoria Plzen

Ísrael: Maccabi Haifa

Danmörk: FC Kaupmannahöfn

Króatía: Dinamo Zagreb

Eyða Breyta
07:40
Liverpool og Real Madrid eru með fjóra leikmenn hvort lið í úrvalsliði Meistaradeildarinnar frá síðasta tímabili. Liðin mættust í úrslitaleiknum í París í maí.



Thibaut Courtois fór hamförum í sigri Real Madrid í úrslitaleiknum og var valinn besti markvörðurinn. Vinícius Júnior var valinn besti ungi leikmaðurinn og Karim Benzema, sem var markahæstur í keppninni með 15 mörk, var valinn besti leikmaðurinn.

Leikmennirnir þrír eru allir í úrvalsliðinu, ásamt liðsfélaga þeirra Luka Modric.

Virgil van Dijk, Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold, varnarmenn Liverpool, eru einnig í liðinu ásamt Fabinho. Það er ekkert pláss fyrir Mo Salah eða Sadio Mane.

Í liðinu er einnig Antonio Rudiger í Chelsea (sem fór til Real Madrid í sumar), Kevin De Bruyne í Manchester City og sóknarmaðurinn Kylian Mbappe .

Það kemur engum á óvart að Carlo Ancelotti var valinn besti stjórinn en hann lyfti bikarnum í fjórða sinn. Hann er sigursælasti stjóri í sögu keppninnar.



Eyða Breyta
07:37


Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur ákveðið að Arrigo Sacchi hljóti forsetaverðlaun UEFA 2022. Sacchi er talinn einn besti þjálfari sögunnar.

"Fáir hafa endumótað hugmyndafræði leiksins á þann hátt sem Arrigo Sacchi hefur gert. Hægt er að tala um íþróttina í tveimur köflum, fyrir og eftir Sacchi. Hinar fjölmörgu taktísku nýjungar sem hann kom með eru undirstaða í hugmyndafræði nútímans og hafa verið endurspeglaðar af þjálfurum sem á eftir honum komu," segir Ceferin.

Sacchi var ekki leikmaður í fremstu röð en sem þjálfari náði hann á toppinn. Hann hóf þjálfaeaferilinn í ítölsku C-deildinni og lagði áherslu á að lið sitt myndi stýra leiknum með hápressu og beinskeyttum leik. Hann víkkaði út hlutverk leikmanna.

Hann kom svo sinni hugmyndafræði til AC Milan og liðið vann sinn fyrsta titil í níu ár 1988. Það vann svo Evrópubikarinn tvö ár í röð 1989 og 1990 og liðið er talið meðal bestu fótboltaliða sögunnar.

Hann átti svo eftir að stýra ítalska landsliðinu í úrslitaleik HM 1994 en þar tapaði liðið gegn Brasilíu í vítaspyrnukeppni.

Sacchi mun veita verðlaunum viðtöku í Istanbúl á morgun þar sem dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar.

Eyða Breyta
07:35
Góðan og gleðilegan daginn

Í Istanbúl í dag verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir þetta tímabilið og verður drátturinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Í efsta styrkleikaflokki eru meistarar sterkustu deilda Evrópu auk sigurvegara Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Real Madrid, Eintracht Frankfurt, Manchester City, AC Milan, Bayern München, Paris St-Germain, Porto og Ajax eru í þeim potti.



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner