Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. ágúst 2022 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: FCK og Rangers í riðlakeppnina - Framlengt í Zagreb
Hákon Arnar og Ísak Bergmann spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár
Hákon Arnar og Ísak Bergmann spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár
Mynd: Getty Images
Það fer alveg að skýrast hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Það er ljóst að Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn verður þar eftir markalaust jafntefli gegn Trabzonspor frá Tyrklandi í kvöld. Fyrri leikur liðanna lauk með 2-1 sigri FCK í Dannmörku.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu báðir á bekknum í kvöld en Hákon kom inná þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka. 

Þá verður Rangers einnig í pottinum eftir að liðið sló PSV úr leik með 1-0 sigri í Hollandi í kvöld. Fyrri leiknum lauk með jafntefli. Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru á leið í framlengingu gegn Dinamo Zagreb eftir 2-1 tap í kvöld.

Dinamo Zagreb 2 - 1 Bodo-Glimt Framlenging í gangi
1-0 Mislav Orsic ('4 )
2-0 Bruno Petkovic ('35 )
2-1 Albert Gronbaek ('70 )

PSV 0 - 1 Rangers
0-1 Antonio-Mirko Colak ('60 )

Trabzonspor 0 - 0 FC Kobenhavn


Athugasemdir
banner
banner
banner