Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. júní 2020 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio hélt titilbaráttunni á lífi með endurkomusigri
Luis Alberto.
Luis Alberto.
Mynd: Getty Images
Lazio vann endurkomusigur gegn Fiorentina þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lazio kastaði frá sér sigrinum gegn Atalanta í vikunni og liðið þurfti svo sannarlega á þremur stigum að halda í kvöld. Útlitið var ekki gott þegar flautað var til hálfleiks því Franck Ribery skoraði einar mark fyrri hálfleiksins fyrir Fiorentina.

Lazio sýndi hins vegar karakter í seinni hálfleiknum. Markamaskínan Ciro Immobile jafnaði fyrir Lazio úr vítaspyrnu og á 83. mínútu skoraði Luis Alberto það sem reyndist sigurmarkið.

Lazio er í öðru sæti, fjórum stigum frá Juventus. Tap í kvöld hefði farið langt með að tryggja Juventus meistaratitilinn, en bæði Juve og Lazio eiga eftir að spila tíu leiki. Fiorentina er í 13. sætinu.

I hinum leiknum sem var í kvöld vann Cagliari góðan 4-2 heimasigur á Torino. Cagliari er í tíunda sæti og Torino í 14. sæti.

Lazio 2 - 1 Fiorentina
0-1 Franck Ribery ('25 )
1-1 Ciro Immobile ('67 , víti)
2-1 Luis Alberto ('83 )

Cagliari 4 - 2 Torino
1-0 Nahitan Nandez ('12 )
2-0 Giovanni Simeone ('18 )
3-0 Radja Nainggolan ('46 )
3-1 Kasper Bremer ('60 )
3-2 Andrea Belotti ('65 )
4-2 Joao Pedro ('69 , víti)

Önnur úrslit:
Ítalía: Birkir lagði upp í fallbaráttuslag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner