Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 28. apríl 2022 11:46
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaðurinn Raiola var sagður látinn
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, einn þekktasti umboðsmaður heims, var sagður látinn eftir veikindi. Þetta fullyrtu ítalskir fjölmiðlar og málsmetandi fjölmiðlamenn. Hann er 54 ára gamall.

Raiola er gríðarlega umdeildur en hann er umboðsmaður stjörnuleikmanna á borð við Paul Pogba, Erling Haaland og Zlatan Ibrahimovic.

Raiola var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í janúar og gekkst þá undir aðgerð. Ekki er tilgreint hvað hefur verið að hrjá hann.

Auk fyrrgreindra leikmanna er hann umboðsmaður Romelu Lukaku, Mario Balotelli, Marco Verratti og Henrikh Mkhitaryan svo einhverjir séu nefndir.

Fréttin hefur verið uppfærð: Raiola steig sjálfur fram á Twitter og sagði að fréttirnar af andláti sínu væru rangar. Hann er sagður vera að berjast fyrir lífi sínu en er ekki látinn eins og upphaflega var fullyrt.

Sjá einnig:
Raiola ekki látinn - í annað sinn sem þeir drepa mig!
Athugasemdir
banner