Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
   fös 29. mars 2024 16:30
Sölvi Haraldsson
Adda um fjarveru Péturs: Ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var ekkert frábær leikur. Við byrjuðum illa í báðum hálfleikunum. Vorum þungar á löppunum en skoruðum tvö góð mörk. Við eigum kafla í fyrstu pressu sem ég er ánægð með en annars bara tvö góð lið að mætast. Blikar fóru auðvitað í aðeins ólíkara kerfi en þær eru vanar en heilt yfir er ég ánægð með sigurinn.“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, þjálfari Valskvenna í dag, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Sátt með að klára leikinn en hefði viljað sjá betri frammistöðu.

Við fórum bara aðeins hærra upp á þær og nýttum okkur mistök sem þær gerðu. Kate les sendinguna vel í seinna markinu og Amanda klára vel. Síðan bara vel spilað í seinni hálfleiknum. En við gerðum samt alltof mikið af klaufamistökum og áttum á köflum erfitt með að halda í boltann en þetta hafðist í dag.

Adda er þá einnig sátt með leikmennina að hafa klárað leikinn.

Ég horfi meira í það að við höfum klárað leikinn og komið okkur í gegnum þessa viku núna. Við vorum að spila tvo leiki á viku og vorum að koma úr æfingarferð. Bara hrós á þær að hafa klárað þessa leiki. Við eigum meistari meistaranna á móti Víking og við höldum bara áfram að undirbúa okkur. Við erum á fínum stað með breiðan og góðan hóp.

Samkvæmt Öddu er undirbúningstímabilið og veturinn hjá Val búinn að vera mjög góður. 

Við erum búnar að haldast nokkkuð heilar. Við erum að þétta hópinn og þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa staðið sig mjög vel svo ég er mjög ánægð með undirbúningstímabilið.

Deildin verður erfiðari og Pétur í orlofi.

Ég held að þetta verður skemmtilegt Íslandsmót. Við erum að byrja snemma og erum að fá góð lið upp. Við þurfum að hafa okkur alla við að halda í dolluna.

Maður segir þetta alltaf en það er einhver tilfinning hjá mér. Mér finnst liðin vera að gera vel. Bæði eru þau skipulögð og í góðu standi. Þjálfararnir í deildinni eru að gera vel. Við þurfum að vera á tánum og klárar frá byrjun.

Pétur, þjálfari Vals, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni í dag en hann er staddur erlendis.

Við vorum í æfingarferð á Spáni og hann var svo ægilega mjúkur þarna úti þannig við sendum hann bara í rauninni í annað frí. Við ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið. Hann er staddur erlendis núna.“ sagði Adda, þjálfari Vals í dag, að lokum eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner