Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. mars 2024 16:54
Elvar Geir Magnússon
Kane klár í leikinn gegn Dortmund á morgun en ekki Neuer
Kane er klár í slaginn.
Kane er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer spilar ekki á morgun.
Manuel Neuer spilar ekki á morgun.
Mynd: EPA
Harry Kane sóknarmaður Bayern München verður með Þýskalandsmeisturunum í Der Klassiker leiknum gegn Borussia Dortmund á morgun.

Kane meiddist á ökkla í 5-2 sigrinum gegn Darmstadt rétt fyrir landsleikjagluggann og lék því ekki með enska landsliðinu í síðustu vináttulandsleikjum.

„Það er í fínu lagi með hann, hann mun spila gegn Dortmund," segir Thomas Tuchel stjóri Bayern.

Kane er markahæstur í þýsku deildinni með 31 mark í 26 leikjum. Hann skoraði þrennu þegar Bayern vann Dortmund 4-0 í nóvermbermánuði.

Manuel Neuer markvörður Bayern verður hinsvegar ekki með í leiknum á morgun vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut á æfingu með Þýskalandi.

Neuer ætti að snúa aftur í útileik gegn Heidenheim þann 6. apríl og ætti því að geta spilað gegn Arsenal þegar liðin mætast í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Emirates leikvangnum þann 9. apríl.

Bayern er tíu stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen en Dortmund er tíu stigum þar fyrir aftan í fjórða sætið. Í febrúar tilkynnti Bayern að Tuchel myndi hætta hjá félaginu eftir tímabilið.

Leikur Bayern og Dortmund verður klukkan 17:30 á morgun, laugardag.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 31 25 6 0 77 22 +55 81
2 Bayern 31 22 3 6 89 38 +51 69
3 Stuttgart 31 20 4 7 70 38 +32 64
4 RB Leipzig 31 19 5 7 73 35 +38 62
5 Dortmund 31 16 9 6 59 39 +20 57
6 Eintracht Frankfurt 31 11 12 8 47 42 +5 45
7 Freiburg 31 11 7 13 43 55 -12 40
8 Augsburg 31 10 9 12 48 52 -4 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 31 9 10 12 44 52 -8 37
11 Werder 31 10 7 14 41 50 -9 37
12 Wolfsburg 31 9 7 15 37 51 -14 34
13 Gladbach 31 7 11 13 53 60 -7 32
14 Union Berlin 31 8 6 17 26 50 -24 30
15 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
16 Mainz 31 5 13 13 32 49 -17 28
17 Köln 31 4 11 16 24 54 -30 23
18 Darmstadt 31 3 8 20 30 73 -43 17
Athugasemdir
banner
banner
banner