Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
fim 23.mar 2017 09:00 Elvar Geir Magnússon
Landslið í mótun - Þjálfarinn þekkti andstæðingana betur en sitt lið Kosóvó vonast til að leikurinn gegn Íslandi annað kvöld fari í sögubækurnar sem fyrsti sigurleikur landsliðsins í mótsleik eftir að það fékk inngöngu í FIFA.

Saga landsins Kosóvó litast af þjóðlegum deilum, pólitík og stríði. Eitthvað sem hefur óumflýjanlega snert fótboltann í landinu. Meira »
fös 24.feb 2017 07:15 Elvar Geir Magnússon
Rétt að reka Ranieri Fótboltinn er miskunnarlaus og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi þegar Claudio Ranieri var látinn taka pokann sinn. Vald leikmanna er mikið og það voru leikmenn Leicester sem urðu til þess að vinalegi Ítalinn var látinn fara. Meira »
sun 19.feb 2017 09:00 Elvar Geir Magnússon
Rúmlega sex ár af bulli Í desember 2011 fór ég ásamt fimm vinum mínum (ótrúlega vandaður félagsskapur) til Blackburn á leik Blackburn Rovers og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Ég man ómögulega hver okkar átti þessa fáránlegu hugmynd en ferðin var allavega eftirminnileg. Blackburn er ekki nafli alheimsins og miðarnir á völlinn nánast gefnir. Meira »
fös 11.nóv 2016 21:00 Elvar Geir Magnússon
Svikið loforð „Þarna lærðum við mest," sagði kunnur fótboltaþjálfari eitt sinn. Í tilfelli íslenska landsliðsins gæti þessi setning átt við Maksimir leikvanginn hér í Zagreb þriðjudaginn 19. nóvember 2013. Dagurinn sem við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM. Meira »
þri 08.nóv 2016 17:00 Elvar Geir Magnússon
Hér varð hrun Íslenska landsliðið býr sig undir landsleikinn mikilvæga gegn Króatíu á æfingasvæði fornfrægs fótboltafélags, Parma á Ítalíu. Undirbúningurinn fyrir fyrsta leik undankeppninnar gegn Úkraínu var að mestu í Þýskalandi og er þetta því í annað sinn sem Ísland býr sig undir leik með þessum hætti. Meira »
mán 12.sep 2016 15:45 Elvar Geir Magnússon
Glataðir laugardagar Ég hef farið á slatta af laugardagsleikjum í Pepsi-deildinni í gegnum tíðina. Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að mætingin hefur verið döpur. Það er bara löngu sannað að laugardagar eru vondir dagar fyrir íslenska áhorfendur að mæta á völlinn. Sem betur fer er það ekki oft sem leikið er í efstu deild á þessum dögum. Meira »
sun 04.sep 2016 14:10 Elvar Geir Magnússon
Efasemdarraddir heyrast í Úkraínu Það hefur lent ansi oft á íslenska landsliðinu síðustu ár að mæta liðum sem eru nýkomin með nýjan þjálfara og eykur það flækjustigið fyrir okkar þjálfarateymi í undirbúningnum.

Hvað mun Andriy Shevchenko, nýr landsliðsþjálfari Úkraínu, bjóða upp á gegn Íslandi á morgun? Vonbrigðin á Evrópumótinu voru mikil hjá heimamönnum á meðan við böðuðum okkur í veislu sem aldrei mun gleymast. Meira »
þri 05.júl 2016 11:45 Elvar Geir Magnússon
Met féllu - Takk kærlega fyrir okkur! Í dag er nákvæmlega mánuður síðan ég og Hafliði Breiðfjörð flugum með strákunum okkar á Evrópumótið í Frakklandi. Það er vel við hæfi að ég sitji hér á flugvellinum í París og skrifa þennan pistil meðan ég bíð eftir að flogið verði með okkur heim. Meira »
fim 23.jún 2016 09:10 Elvar Geir Magnússon
Aftur heim - Ævintýrið magnast Drulluþreyttur og ringlaður en með sálina svo tindrandi bjarta sit ég í lest ásamt öðrum íslenskum íþróttafréttamönnum sem fylgja íslenska landsliðinu eftir í Frakklandi. Við erum á leið aftur heim til Annecy, í fallega bæinn við alpana þar sem strákarnir okkar hafa sitt aðsetur. Meira »
mán 13.jún 2016 07:30 Elvar Geir Magnússon
Úr alpasælunni í námurnar Í dag er ferðadagur hjá íslenska landsliðinu, framundan leikur gegn Portúgal á fallegu þriðjudagskvöldi í námuborginni Saint-Etienne. Liðið fer í rútuferð frá fjallasælunni í Annecy. Fjarlægðin er svipuð og frá Reykjavík og í Staðarskála. Þetta er stysta ferðin hjá strákunum okkar sem fara í flugi í hina tvo leiki riðilsins.
Meira »