Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.
Elvar er á twitter:
@elvargeir
þri 07.jún 2016 13:15
Elvar Geir Magnússon

Þegar kvikmyndin um David Beckham verður gerð mun eitt magnaðasta atriði hennar klárlega tengjast rauða spjaldinu sem hann fékk þriðjudaginn 30. júní 1998.
Þessi ein frægasta brottvísun fótboltasögunnar kom á HM í Frakklandi og var leikvangurinn Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne. Sami leikvangur og mun hýsa fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti, leikinn gegn Portúgal eftir viku.
Meira »
mið 01.jún 2016 07:30

Ísland á tvo vináttulandsleiki eftir fram að Evrópumótinu. Það eru þrettán dagar í að flautað verði til leiks Íslands og Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard.
Meira »
þri 31.maí 2016 12:35
Elvar Geir Magnússon
„Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.
Meira »
mán 16.maí 2016 23:33
Elvar Geir Magnússon

Fyrirsögnin er tilvísun í einn dáðasta son Árbæjar, landsliðsmiðvörðinn Ragnar Sigurðsson.
„Hvað ætli sé að í Árbænum? Nei mér dettur ekkert i hug..." skrifaði Ragnar, sem lætur alla jafna lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum, á Twitter í kvöld eftir að Fylkir tapaði 0-3 fyrir ÍBV á heimavelli.
Meira »
fös 29.jan 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon

Peningurinn flæðir um kínversku deildina sem vex á miklum hraða. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun og margir sem spá því að deildin eigi bara eftir að fara í eina átt og verða ógnarstór.
Fjármagnið sem er komið í kínverska boltann er svo mikið að sum félög eru nánast með botnlausan brunn af peningum. Jiangsu Suning hefur selt Viðar Örn Kjartansson til Malmö á 46 milljónir íslenskra króna, ári eftir að hafa keypt hann á 460 milljónir.
Meira »
mið 08.apr 2015 12:15
Elvar Geir Magnússon

Hugmyndir sem ég tel að verði að halda á lofti og eru betri því meira sem ég hugsa um þær: Er ekki málið að breyta töfluröð Pepsi-deildarinnar á þann veg að líkurnar á því að fá þýðingarmikla toppbaráttuleiki í lokin verði meiri?
Meira »
mán 30.mar 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon

Það munu miklu færri en vilja komast að á Laugardalsvellinum þann 12. júní þegar Ísland fær Tékkland í heimsókn og fær tækifæri til að hefna ófaranna í Plzen. Allt hráefni er til staðar til að búa til ógleymanlegan dag.
Meira »
fim 26.mar 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon

Á laugardaginn verður feiknarlega mikilvægur landsleikur Íslands gegn Kasakstan hér í Astana. Leikur sem Ísland á að taka þrjú stig í ef liðið ætlar sér í lokakeppni EM.
Fyrstu dagar undirbúningsins hafa mikið farið í að rétta tímamismuninn af enda má segja að leikið sé í Asíu. Kasakstan lék undir knattspyrnusambandi Asíu en færði sig í UEFA eftir aldamótin.
Meira »
fim 22.jan 2015 12:20
Elvar Geir Magnússon

Nú þegar stutt er í að Martin Ödegaard fari að halda bolta á lofti fyrir framan fjölmiðlafólk og aðdáendur Real Madrid er Noregur á hliðinni. Vonarstjarna norska boltans númer eitt er loksins búin að velja sér félag eftir að hafa ferðast um alla Evrópu og látið dekra við sig hjá stórliðum.
Meira »
mið 12.nóv 2014 10:35
Elvar Geir Magnússon

Eins og margoft hefur verið tuggið ofan í þig þá hefur áhuginn á íslenska landsliðinu aldrei verið meiri. Erlendir fjölmiðlamenn hafa flykkst til Íslands og allir vilja fá töfrasvarið við árangri landsliðs okkar fámennu þjóðar.
Meira »