Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
fim 26.mar 2015 10:30 Elvar Geir Magnússon
Stærsta spurningin hverjir verða frammi? Á laugardaginn verður feiknarlega mikilvægur landsleikur Íslands gegn Kasakstan hér í Astana. Leikur sem Ísland á að taka þrjú stig í ef liðið ætlar sér í lokakeppni EM.

Fyrstu dagar undirbúningsins hafa mikið farið í að rétta tímamismuninn af enda má segja að leikið sé í Asíu. Kasakstan lék undir knattspyrnusambandi Asíu en færði sig í UEFA eftir aldamótin. Meira »
fim 22.jan 2015 12:20 Elvar Geir Magnússon
Galacticoinn sem á að redda Noregi Nú þegar stutt er í að Martin Ödegaard fari að halda bolta á lofti fyrir framan fjölmiðlafólk og aðdáendur Real Madrid er Noregur á hliðinni. Vonarstjarna norska boltans númer eitt er loksins búin að velja sér félag eftir að hafa ferðast um alla Evrópu og látið dekra við sig hjá stórliðum. Meira »
mið 12.nóv 2014 10:35 Elvar Geir Magnússon
Stóru strákarnir vilja spila við okkur Eins og margoft hefur verið tuggið ofan í þig þá hefur áhuginn á íslenska landsliðinu aldrei verið meiri. Erlendir fjölmiðlamenn hafa flykkst til Íslands og allir vilja fá töfrasvarið við árangri landsliðs okkar fámennu þjóðar. Meira »
fim 16.okt 2014 18:45 Elvar Geir Magnússon
Húliganakóngurinn Ivan Bogdanov Óeirðarmaðurinn Ivan Bogdanov hefur oft verið notaður sem andlit ofbeldisfullra boltabullna og húliganisma. Hann varð heimsfrægur þegar allt fór í háaloft í leik Ítalíu og Serbíu í undankeppni EM árið 2010 og sat inni í kjölfarið. Meira »
þri 14.okt 2014 12:20 Elvar Geir Magnússon
Landsleikjahlé ekki lengur neikvætt orð Það er ekki langt síðan íslenskir fótboltafíklar hreinlega kviðu fyrir landsleikjahléum því þá voru þeirra lið í enska boltanum ekki í eldlínunni. Í versta falli voru þeirra uppáhalds stjörnur að meiðast í landsleikjum og gátu ekki spilað með Liverpool eða Manchester United helgina eftir. Meira »
mið 08.okt 2014 07:00 Elvar Geir Magnússon
Engin ástæða til að breyta Hér í Riga leikur íslenska landsliðið sinn annan leik í undankeppni EM á föstudag en mótherjinn er Lettland.

Ekki er við öðru að búast en að Ísland stilli upp óbreyttu byrjunarliði frá því í fyrsta leik gegn Tyrkjum sem endaði með 3-0 sigri. Meira »
fim 06.mar 2014 15:50 Elvar Geir Magnússon
Með landsliðið á herðunum „Ég hef sjaldan séð annað eins," sagði Ashley Williams, fyrirliði velska landsliðsins, eftir stórsýningu Gareth Bale gegn Íslandi í gær. Í hverri einustu sókn heimamanna var leitað að þessum dýrasta fótboltamanni heims og áhorfendur tóku við sér. Kominn í sama flokk og Ronaldo og Messi sagði Lars Lagerback eftir leik. Meira »
mið 16.okt 2013 18:20 Elvar Geir Magnússon
Sjö ógleymanleg íslensk „móment Það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að vera íslenskur fótboltaáhugamaður og þessa stundina. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM.

Stórskemmtileg riðlakeppni er að baki og framundan eru umspilsleikir um að komast til Brasilíu á næsta ári. Sama hver niðurstaðan þar verður er ljóst að árangurinn eftir komu Lars Lagerback hefur verið miklu betri en flestir þorðu að vona. Meira »
fim 05.sep 2013 14:45 Elvar Geir Magnússon
Hugsanlegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss Erfitt er að rýna í mögulegt byrjunarlið íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Stærsta spurningamerkið er Alfreð Finnbogason sem hefur ekki getað æft á fullu með liðinu. Meira »
mið 04.sep 2013 18:25
Okkar besti leikur var gegn Sviss Hér í hinni undurfögru borg Bern mun íslenska landsliðið leika við heimamenn í Sviss á föstudaginn. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum og hefur Lagerback landsliðsþjálfari mikið talað um að þrír sigurleikir ættu að nægja til að komast í umspil. Meira »