Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
sun 25.mar 2018 14:00 Elvar Geir Magnússon
Stórt tap sem stuðlar þó ekki að svartsýni Það er kannski furðulegt að segja það en þrátt fyrir 3-0 tap gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudaginn, tölur sem eru ekki fallegar á blaði, hefur það engin neikvæð áhrif á tilfinningu manns fyrir því hvernig Íslandi muni vegna á stærsta sviðinu í Rússlandi í sumar. Meira »
mán 13.nóv 2017 18:00 Elvar Geir Magnússon
Rándýra hvelfingin sem á að framleiða árangur Í Katar búa menn sig undir það risastóra verkefni að halda HM í fótbolta árið 2022. Af mörgu er að huga í framkvæmdinni, reisa þarf leikvanga og samgönguæðar og sjá til þess að öll umgjörð sé í stakasta lagi.

Í þessa þætti er verið að dæla miklum peningum en það er fleira sem þarf að huga að. Landslið Katar verður fyrstu gestgjafarnir frá 1934 (Ítalía) sem tekur þátt í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Meira »
fös 10.nóv 2017 16:30 Elvar Geir Magnússon
HM á Íslandi 2022 Góðærið er komið aftur, öflugra en nokkru sinni fyrr. Ákveðið hefur verið að HM verði haldið á Íslandi 2022. Borgarlínan verður gerð í snatri, sporvagnar munu flytja fólk milli valla, og flutt verður vinnuafl frá Skandinavíu, Færeyjum og Grænlandi til að vinna við óboðlegar aðstæður við að reisa átta nýja leikvanga. Meira »
mið 08.nóv 2017 20:40 Elvar Geir Magnússon
Reyna að heilla Heimi meðan aðrir sleikja sólina Fyrri leikurinn í Katar er að baki. Tap niðurstaðan. Ekkert sem maður er óvanur þegar kemur að vináttulandsleikjum hjá Íslandi.

Döpur úrslit vináttuleikja er ekki kvörtunarefni á meðan árangurinn þegar máli skiptir er svona stórkostlegur. Líka þegar maður veit að vináttulandsleikirnir eru nýttir til að auka möguleikana á því að vinna leikina sem telja. Meira »
þri 05.sep 2017 13:05 Elvar Geir Magnússon
Bergmálaði í Kænugarði Leikdagsstressið að aukast og það er jafnvel í meira mæli en oftast áður. Leikurinn gegn Úkraínu í kvöld er óhemju mikilvægur. Eftir sárt tap gegn Finnlandi, liði sem er einfaldlega slakara en við, er ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina í kvöld. Meira »
fös 28.júl 2017 12:10 Elvar Geir Magnússon
Fólki er ekki sama Á fluginu heim á leið frá Hollandi fór ég að velta því fyrir mér hvað væri í raun það jákvæðasta sem við Íslendingar getum tekið út úr þessu Evrópumóti.

Niðurstaðan í mínum huga er klárlega áhuginn.

Ég starfaði einnig sem fjölmiðlamaður á síðasta Evrópumóti kvenna sem fram fór í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Umgjörðin í kringum mótið hefur tekið framförum síðan þá en alls ekki eins mörg skref og umgjörðin og áhuginn í kringum íslenska liðið. Meira »
fös 07.júl 2017 16:15 Elvar Geir Magnússon
VAR kjánahrollur Það eru skiptar skoðanir á myndbandsdómgæslu í fótbolta, eða VAR eins og tæknin er kölluð erlendis. Sama hvaða skoðun þú hefur þá verður myndbandsdómgæsla í stærstu fótboltamótunum hluti af framtíðinni. Meira »
þri 28.mar 2017 07:00 Elvar Geir Magnússon
Íragrýlan Ísland hefur aldrei náð að leggja Írland á fótboltavellinum. Vonandi verður breyting á því í kvöld þegar liðin eigast við hér í Dublin. Meira »
mán 27.mar 2017 16:30 Elvar Geir Magnússon
Hverjir eru tilbúnir í bardaga gegn Króatíu? Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í sumar hefst formlega á morgun þegar leikinn verður vináttulandsleikur gegn Írum hér í Dublin. Ljóst er að byrjunarlið Íslands gegn Írum verður mikið breytt frá leiknum gegn Kosóvó. Meira »
fim 23.mar 2017 09:00 Elvar Geir Magnússon
Landslið í mótun - Þjálfarinn þekkti andstæðingana betur en sitt lið Kosóvó vonast til að leikurinn gegn Íslandi annað kvöld fari í sögubækurnar sem fyrsti sigurleikur landsliðsins í mótsleik eftir að það fékk inngöngu í FIFA.

Saga landsins Kosóvó litast af þjóðlegum deilum, pólitík og stríði. Eitthvað sem hefur óumflýjanlega snert fótboltann í landinu. Meira »