Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 20. nóvember 2012 15:00
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Land tækifæranna?
Sam Tillen
Sam Tillen
Deco spilaði með landsliði Portúgal þrátt fyrir að vera frá Brasilíu.
Deco spilaði með landsliði Portúgal þrátt fyrir að vera frá Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha lék sinn fyrsta landsleik í síðustu viku.
Wilfried Zaha lék sinn fyrsta landsleik í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Handboltamaðurinn Alexander Petersson er frá Lettlandi en spilar með íslenska landsliðinu.
Handboltamaðurinn Alexander Petersson er frá Lettlandi en spilar með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað ákveður þjóðerni þitt? Þetta er spurning sem verður alltaf meira og meira áberandi í heimsfótboltanum. Heimurinn er að verða 'minni.' Fólk flytur og festir rætur í nýjum löndum. Englandi er nú lýst sem 'fjölmenningarsamfélagi' sem er opið fyrir alla og öll trúarbrögð. Fótboltalandsliðið endurspeglar þetta. Síðan að Viv Anderson braut ísinn árið 1978 þegar hann varð fyrsti svarti leikmaðurinn til að spila fyrir enska landsliðið hafa margir leikmenn af ýmsum þjóðarbrotum spilað fyrir hönd ljónanna þriggja. Eftir reglubreytingar erum við að sjá leikmenn spila með landsliði vegna búsetu. Við sjáum leikmenn sem eiga engin ættartengsl spila með landsliði sem er ekki 'þeirra eigin.'

Marcos Senna, Deco, Thiago Motta, Cacau, Eduardo Da Silva eru bara nokkur dæmi um leikmenn sem hafa spilað með landsliðum sem þeir hafa engin bein tengsli við. Eiga þeir eða ættu þeir að eiga möguleika á að spila með landsliði? Lönd eins og Katar hafa verið dugleg við að fá leikmenn, aðallega frá Afríku, til að leika fyrir þeirra hönd. Lawrence Quaye, Marcone, Sebastian Soria, Mohammed Kasola og Baba Malick voru allir í síðasta landsliðshópi Katar og þeir voru frá stöðum allt frá Gana til Úrúgvæ. Brasilíumaðurinn Ailton fékk boð upp á rúma eina milljón dollara til að hjálpa þeim að komast á HM 2006. Á svipuðum tíma fékk Dennis Oliech, 19 ára Keníumaður, tilboð upp á 2,5 milljónir dollara fyrir að skipta um ríkisfang og leika fyrir Katar en hann hafnaði því. Fyrir ungan mann úr þriðja heiminum er þetta ótrúlegt tilboð.

Þetta gerir landslið Katar nánast að félagsliði þar sem þeir kaupa leikmenn úr þriðja heiminum í von um velgengni. Er alþjóðlegur fótbolti orðinn svona?

Auðvitað er mikið af leikmönnum sem að spila með landi þó að þeir eigi 'erlenda' foreldra. Í síðustu viku sáum við Wilfred Zaha vera valinn í enska landsliðið en Fílabeinsströndin hafði verið að fylgjast með honum. Hann er tvítugur og hefur aldrei leikið í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk að spila í fjórar mínútur. Þar sem hann fékk svona lítinn leiktíma þá er þetta pottþétt leikur til að koma í veg fyrir að hann spili með öðru landsliði. Raheem Sterling er annar hæfileikaríkur leikmaður sem var undir pressu frá Jamaíka en foreldrar eru þaðan og hann bjó þar til fimm ára aldurs. Hann lék líka sinn fyrsta landsleik með Englendingum og bæði hann og Zaha (sem flutti 4 ára til Englands) ólust upp á Englandi og spiluðu með yngri landsliðunum þar. Hvað ræður þjóðerni þeirra? Foreldrar Sterling vildu að hann myndi spila með Jamaíka.

Carl Jenkinson fékk líka leikheimild frá FIFA á morgni leikdags gegn Svíum eftir að hafa spilað U21 árs landsleik með Finnum. Þýskaland, Frakkland og Holland hafa marga leikmenn sem fæddust annars staðar en spiluðu síðan með Les Bleus, Oranje og Der Mannschaft. Klose, Podolski, Trochowski, Marko Marin, Desailly, Vieira, Karembeu, Makelele, Mavuba, Evra, Yanga-Mbiwa, Mandanda, Malouda, Seedorf, Davids, Hasselbaink, Winter og Braafheid svo einhverjir séu nefndir.

Hvað ákvarðar þjóðerni þitt hins vegar? Hvenær verður þú Englendingur eða Íslendingur? Samkvæmt lögunum get ég sótt um íslenskan ríkisborgararétt eftir tvö ár. Ef að ég ákveð að gera það og það gengur upp þá er ég íslenskur samkvæmt lögunum. Verð ég hins vegar einhverntímann 'Íslendingur'? Ég á íslenska kærustu, ég er gríðarlega ánægður og stoltur af því að eiga heima hér en ef að ég eða einhver í svipaðri stöðu og ég yrði valinn í landsliðið væri það í lagi? Eða er það einungis í lagi ef þeir eru í heimsklassa eins og handboltamaðurinn Alexander Petersson?

Di Stefano og Puscas spiluðu fyrir einræðisherann Franco hjá Spánverjum þrátt fyrir uppruna sinn en það að leikmenn skipti um þjóðerni hefur ekki verið svo algengt þar til fyrir nokkrum árum. Ég fylgist vel með rugby og þar hefur þetta verið algengt í mörg ár. Sterkari þjóðir stela leikmönnum frá eyjum í Kyrrahafi, en líkamlegt atgervi leikmanna þar er fullkomið fyrir rugby. Það hefur orðið til þess að þessar eyjur, Tonga, Fiji og Vestur Samóa verða veikari því þær missa leikmenn til þjóða eins og Nýja-Sjálands, Ástralíu og Englands. Þeir vita að ef þeir spila í einu af þessum löndum í svo lítið sem þrjú ár þá eiga þeir löglega möguleika á að spila með landsliðinu þar, þéna meiri pening, berjast um heimsmeistaratitil og ná lengra á ferlinum.
Er alþjóðlegur fótbolti að verða svona?

Það er munur á því að þykja virkilega vænt um nýtt land eða nota það fyrir eigin hagsmuni. Að búa, vinna og spila fótbolta á Íslandi hefur bætt líf mitt til muna. Það hefur gefið mér nýja sýn á marga hluti í lífinu og ég mæli með því fyrir hvern sem er að nýta sér kosti Íslands, sem er hluti af Schengen-svæðinu, og prófa eitthvað nýtt. Þess fyrir utan þá veistu aldrei hvert það gæti leitt þig. Það gæti jafnvel orðið til þess að þú finnir nýtt land til að spila fyrir
Athugasemdir
banner
banner