Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 06. febrúar 2013 15:00
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Treyjuskipti
Sam Tillen
Sam Tillen
Wayne Rooney og David Hunt skiptast á treyjum eftir leik Manchester United og Crawley í enska bikarnum.
Wayne Rooney og David Hunt skiptast á treyjum eftir leik Manchester United og Crawley í enska bikarnum.
Mynd: Getty Images
Giovanny Espinoza og Frank Lampard skiptast á treyjum eftir leik Ekvador og Englands á HM.
Giovanny Espinoza og Frank Lampard skiptast á treyjum eftir leik Ekvador og Englands á HM.
Mynd: Getty Images
Sonur Juan Sebastian Veron með treyju hans.
Sonur Juan Sebastian Veron með treyju hans.
Mynd: Getty Images
Treyja Xavi er dýrmæt.
Treyja Xavi er dýrmæt.
Mynd: Getty Images
Þegar ég og Joe vorum að horfa á síðasta leik Barca spurði ég ,,Við hvern myndir þú skiptast á treyju við fyrir utan Messi?" Við sjáum leikmenn reglulega skiptast á treyjum og það er merkilegra fyrir suma en aðra. Treyja Messi, Aguero eða Ronaldo er sérstök fyrir nýjan eiganda, eitthvað sem hann getur sýnt barnabörnunum og sagt ,,Ég spilaði einu sinni gegn bestu leikmönnum allra tíma". Treyjan sem Maradona spilaði í þegar hann tók "hönd Guðs" er hluti af fótboltasögunni.

Í þeirri treyju skoraði hann eitt magnaðasta mark allra tíma þegar hann hljóp frá miðju og lék á ensku vörnina. Þetta er líka treyjan sem hann var í þegar hann skapaði eitt umdeildasta augnablik knattspyrnusögunnar. Maðurinn sem á treyjuna heitir Steve Hodge. Flest ykkar segja væntanlega ,,Hver?" Einhverjir stuðningsmenn Nottingham Forest og Spurs gætu kannast við hann en ég efast um að Maradona segi einhverntímann ,,Ég spilaði einu sinni á móti Steve Hodge". Fyrir Hodge var þetta hins vegar ómetanlegt augnablik á ferlinum.

Snúum okkur að nútímanum. Þegar ég var ungur atvinnumaður var Chelsea með lið skipað endalaust af topp leikmönnum. Treyjur þeirra voru verðlaun sem menn vildu fá í lok leiks, sérstaklega eftir bikarleiki þar sem neðri deildarlið voru að mæta mörgum af bestu leikmönnum í heimi. Þetta var minningargripur eftir sérstakan viðburð. Fyrir leikmenn þeirra bláu þá voru sumar treyjurnar ekki jafn merkilegar. Hjá félaginu var risastór skápur með treyjum sem leikmenn vildu ekki eiga. Þú getur ekki áfellst þá fyrir það. Ef þú ert Petit, Lampard, Terry eða Crespo, ætlar þú þá að eiga treyju frá leikmanni sem flakkar á milli liða í neðri deildunum eða frá meðaljóni í ensku úrvalsdeildinni þegar þú ert sjálfur með fullan skáp eða fullt herbergi heima með treyjum frá frægum nöfnum? Það væri líka mjög dónalegt hjá frægum leikmanni að segja, ,,Nei takk, þú getur haldið þinni treyju" þegar hann var beðinn um að skiptast á treyju. Til að líta ekki út eins og egóistar þá taka þeir treyjuna með sér og í kjölfarið gefa þeir stuðningsmanni hana, einhverjum starfsmanni eða setja hana inn í skápinn.

Þannig að í lok tímabilsins reyndum við ungu leikmennirnir, sem þessar treyjur skiptu svolítið meira máli, að eignast þær. Þær bestu í klefanum vissum við að væru í höndum búningastjórans, sem var vafasamur maður. Það vöknuðu upp grunsemdir um hann þegar einn strákur úr varaliðinu sá asískan mann í miðbæ Slough í gamla æfingagallanum sínum, með númerinu og öllu. Við nánari skoðun kom í ljós að hann var með bás á markaðnum í Slough þar sem hann seldi notaða æfingagalla og aðrar vörur sem hann hafði engan rétt á að selja. Það var líka hann sem setti á eBay áritaðar merkjavörur, (alvöru með skjali sem sannar upprunann) eftir að hafa ítrekað fengið unga leikmenn til að láta árita leikmenn aðalliðsins árita treyjur sínar en afleiðingarnar hefðu verið hræðilegar fyrir hann ef ásetningur hans kæmist upp. Þessi saga fékk samt góðan endi, þegar hann var rekinn fyrir hjúskaparbrot með kvenkyns öryggisverði. Þetta náðist á öryggismyndavélar við Cobham lestarstöðina sem er við æfingasvæðið.

Ég og Joe báðum alltaf um treyjur sem við töldum að væri möguleiki á að krækja í. Til dæmis er frændi okkar stuðningsmaður NorwicH City og hann var ánægður með að fá nokkrar treyjur sem voru skildar eftir á Stamford Bridge eftir bikarleik þar. Á heimili Tillen fjölskyldunar á Englandi eru meðal annars Birmingham City treyja Emile Heskey, Manchester City treyja Antoine Sibierski og Fulham treyja Tomasz Radzinski. Gjafmildi búningastjórans okkar var samt ekki svo vel tekið hjá leikmönnum Reading (sem þá voru í fyrstu deild) en ég komst að þessu á síðasta ári mínu hjá Brentford.

Eftir bikarleik á Madjeski leikvanginum skiptust nokkrir leikmenn á treyjum við leikmenn Chelsea. Næstum allir leikmenn Chelsea ákváðu að skilja treyjurnar eftir í skápnum. Til að hjálpa Reading að spara pening ákvað búningastjórinn hjá Chelsea að hringja í kollega sinn hjá Reading og bjóða honum að fá treyjurnar aftur. Hann þakkaði fyrir gott tilboð og þar sem að æfingasvæði Reading var á leið minni heim þá var ég beðinn um að koma treyjunum þangað.

Ég spurði hvort ég mætti taka 2 eða 3 úr þessum stóra poka því nokkrir vinir mínir eru miklir stuðningsmenn Reading. Ég tók síðan afganginn af treyjunum og skilaði þeim. Fjórum árum síðar var ég í búningsklefa Brentford með John Mackie fyrrum leikmanni Reading. Hann var að tala um sögur frá ferlinum og nefndi að hann hefði spilað gegn Chelsea. Hann sagði síðan að leikmennirnir hefðu skipst á treyjum eftir leik en innan við viku síðar hafi þeim verið skilað og eins og hann sagði ,,var treyjunum skilað á leikvanginn af einhverjum fávita í unglingaliðinu." Leikmenn Reading skoðuðu hvaða treyjum var skilað og vonuðu að þeirra treyjur væru ekki þar því að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hefðu viljað eiga þær. Hann sá fyndnu hliðina á málinu þegar ég sagði honum að enginn leikmaður Chelsea hefði ákveðið að eiga treyju en í staðinn hefði ég gefið nokkrar treyjur til krakka í Newbury.....og ég hefði verið "fávitinn" sem skilaði treyjunum.

Næst þegar þú ert að horfa á leik hugsaðu um það hvaða treyjur þú heldur að muni fara heim með leikmönnum og hvaða treyjur verða eftir í skápnum.
Oh, ég ákvað að velja Xavi, og ef ég fengi einhverntímann tækifæri til að skiptast á treyjum við hann þá myndi treyjan mín úr leiknum pottþétt enda bara í skápnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner