Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 28. maí 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: A-riðill - 2. sæti
Egyptaland
Moahmed Salah var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Verður hann heill fyrir HM?
Moahmed Salah var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Verður hann heill fyrir HM?
Mynd: Getty Images
Cuper hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður.
Cuper hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður.
Mynd: Getty Images
Elneny er góður miðjumaður.
Elneny er góður miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Essam El-Hadary er 45 ára gamall.
Essam El-Hadary er 45 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Egyptar gætu komið á óvart.
Egyptar gætu komið á óvart.
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur, nánar tiltekið tvær vikur og þrír dagar, þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net spáir í riðlakeppnina og byrjar hún að rúlla í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spánna.

Við byrjum auðvitað á A-riðlinum og nú er komið að liðinu sem er spáð öðru sæti; Egyptaland.

Í A-riðli spila heimamenn í Rússlandi ásamt Egyptalandi, Sádí-Arabíu og Úrúgvæ.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir A-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Egyptaland, 29 stig
3. sæti. Rússland, 26 stig
4. sæti. Sádí-Arabía, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 46.

Um liðið: "We've Got Salah" söng maðurinn. Egyptar munu syngja það hátt í sumar, það er að segja ef Salah getur spilað. Egyptar eru á leið á sitt fyrsta HM frá 1990 og eru til alls líklegir ef Salah verður heill og í því formi sem hann hefur verið í.


Þjálfarinn: Þjálfari Egypta heitir Hector Cuper og er argentískur reynslubolti. Hann hefur þjálfað víða, til að mynda hjá Inter, Valencia og landsliði Georgíu. Hann hefur hins vegar verið landsliðsþjálfari Egypta frá 2015.

Cuper hefur náð flottum árangri með Egypta, hann er búinn að koma þeim á HM sem er meira en flestir geta sagt.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Hafa aldrei komist upp úr riðlakeppni.

Leikir á HM 2018:
15. júní, Egyptaland - Úrúgvæ (Ekaterinburg)
19. júní, Rússland - Egyptaland (St. Pétursborg)
25. júní, Sádí-Arabía - Egyptaland (Volgograd)

Af hverju Egyptaland gæti unnið leiki: Þeir eru með einn besta leikmann heims í sínum röðum, Mohamed Salah. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi, en það eru líka nokkrir aðrir fínir leikmenn eins og Mohamed Elneny, miðjumaður Arsenal.

Það verður hægara sagt en gert fyrir Rússland og Sádí-Arabíu að stoppa Salah í því formi sem hann hefur verið í.

Af hverju Egyptaland gæti tapað leikjum: Meðspilarar Salah hjá Egyptalandi eru ekki eins góðir og hjá Liverpool. Hann er ekki með Roberto Firmino og Sadio Mane í kringum sig. Það gæti vantað plan B ef Salah verður ekki á sínum degi.

Egyptar geta verið of varnarsinnaðir, Cuper vill spila þannig og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Yahoo segir fólki að hugsa um West Brom, hvernig þeir spila, bara ef þeir væru með Salah.

Stjarnan: Mohamed Salah, það kemur enginn annar til greina. hérna Einn af bestu leikmönnum heims, var bestur í ensku úrvalsdeildinni og setti markamet. Ef hann á gott mót gætu Egyptar komist langt. Hann meiddist hins vegar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um helgina og er tæpur fyrir mótið. Samkvæmt nýjustu fregnum ætti hann þó að vera klár í slaginn fyrir HM. Hann er sjálfur vongóður um það.

Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort Salah verði nægilega heill heilsu til að spila, en Egyptar verða að vona að hann verði með. Leikplan þeirra snýst mikið um hann enda er hann þeirra langbesti fótboltamaður þessa stundina.

Sjá einnig:
Salah fékk fullt af atkvæðum í forsetakosningunum

Fylgstu með: Essam El-Hadary, markvörður og fyrirliði Egyptalands er 45 ára gamall! Hann gæti orðið elsti leikmaðurinn í sögu HM ef hann spilar. Gaman að því.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Essam El-Hadary; Ahmed Fathy, Ahmed Hegazi, Ali Gabr, Mohamed Abdel Shafy; Tarek Hamed, Mohamed Elneny; Mohamed Salah, Abdallah El-Said, Trezeguet; Koka.

Leikmannahópurinn:
Egyptaland er búið að tilkynna 29 manna hóp. Hann verður skorinn niður í 23 manna hóp fyrir 4. júní.

Markverðir: Essam El-Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly), Mohamed Awad (Ismaily)

Varnarmenn: Ahmed Fathi (Al Ahly), Saad Samir (Al Ahly), Ayman Ashraf (Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fath) Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (West Brom), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Karim Hafez (RC Lens), Omar Gaber (LAFC), Amro Tarek (Orlando City)

Miðjumenn:: Tarek Hamed (Zamalek), Mahmoud Abdel Aziz (Zamalek), Shikabala (Al Raed), Abdallah Said (KuPS), Sam Morsy (Wigan), Mohamed Elneny (Arsenal), Kahraba (Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud "Trezeguet" Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos)

Sóknarmenn:: Marwan Mohsen (Al Ahly), Ahmed Gomaa (Al Masry) Ahmed "Koka" Mahgoub (SC Braga), Mohamed Salah (Liverpool)
Athugasemdir
banner
banner