Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 01. júní 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: C-riðill - 2. sæti
Perú
Perú fagnar hér marki í vináttulandsleik gegn Íslandi í mars.
Perú fagnar hér marki í vináttulandsleik gegn Íslandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guerrero féll á lyfjaprófi en fær að vera með.
Guerrero féll á lyfjaprófi en fær að vera með.
Mynd: Getty Images
Ricardo Gareca, þjálfari Perú.
Ricardo Gareca, þjálfari Perú.
Mynd: Getty Images
Jefferson Farfan.
Jefferson Farfan.
Mynd: Getty Images
Perú er með hörkulið.
Perú er með hörkulið.
Mynd: Getty Images
Það er farið að styttast gífurlega í HM. Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og heldur hún áfram í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spána.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil

Í dag er komið að C-riðlinum og fellur það í hlut Perú að enda í öðru sæti þess riðils að mati spámanna okkar. Perú er fyrir ofan Danmörku með minnsta mögulega mun.

Í C-riðli leika Ástralía, Danmörk, Frakkland og Perú, en eitt af þessum liðum gæti mætt Íslandi í 16-liða úrslitum þar sem lið úr C- og D-riðlunum munu eigast við þegar þangað er komið.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir C-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Perú, 27 stig
3. sæti. Danmörk, 26 stig
4. sæti. Ástralía, 13 stig

Staða á heimslista FIFA: 11.

Um liðið: Perú þurfti að fara í gegnum umspil til þess að komast til Rússlands, en það tókst. Eftir atburðarríka undankeppni er Perú á meðal þáttökuþjóða á HM í fyrsta sinn frá 1982. Þrátt fyrir að svona langt sé síðan liðið var síðast með er Perú spáð góðu gengi í Rússlandi enda hefur liðið litið mjög vel út í aðdraganda mótsins. Í mars mars yfirspilaði Perú Ísland í vináttulandsleik.

Þjálfarinn: Ricardo Gareca er þjálfari Perú. Hann er Argentínumaður eins og nokkrir aðrir þjálfarar á mótinu. Garcea var sóknarmaður og lék fyrir fjögur sigursælustu lið Argentínu (Boca Juniors, River Plate, Vélez Sársfield og Independiente) á leikmannaferlinum.

Á þjálfaraferli sínum hefur Garcea afrekað það að vinna þrjá deildartitla með Velez í Argentínu, en hann tók við landsliði Perú árið 2015 eftir að hafa þjálfað Palmeiras í Brasilíu um stutt skeið.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Komust í 8-liða úrslit árið 1970.

Leikir á HM 2018:
16. júní, Perú - Danmörk (Saransk)
21. júní, Frakkland - Perú (Ekaterinburg)
26. júní, Ástralía - Perú (Sochi)

Af hverju Perú gæti unnið leiki: Síðasta tap Perú kom gegn Brasilíu í nóvember 2016. Liðið kemur á miklu skriði inn á HM í Rússlandi. Vörnin er sterk og liðið er hættulegt í skyndisóknum sínum. Það sást gegn Íslandi í mars hversu gott þetta lið getur verið.

„Þeir eru líkamlega sterkari og hraðir í skyndisóknum. Þeir pressa ekki það mikið en það er rosalegur hraði í skyndisóknum. Þetta er lið á toppmælikvarða og að mínu mati sterkari andstæðingur en síðast (Mexíkó. Við þurfum að eiga mjög góðan dag á móti þeim," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn gegn Perú í mars síðastliðinum.

Smelltu hér til að sjá viðtalið.

Af hverju Perú gæti tapað leikjum: Leiðindarmál hefur sett svip sinn á aðdraganda mótsins hjá Perú. Fyrirliði liðsins, Paolo Guerrero féll á lyfjaprófi og var dæmdur í bann. Hann var upphaflega dæmdur í 12 mánaða bann, sem var síðan stytt í sex mánaða bann áður en það var lengt aftur í 14 mánuði. Í gær komst hins vegar svissneskur dómstóll að þeirri niðustöðu að Guerrero mætti spila á HM. Þetta eru auðvitað góð tíðindi fyrir Perú þar sem Guerrero er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, en þetta hefur haft leiðinleg áhrif á aðdraganda mótsins og það gæti eitthvað spilað inn þegar mótið byrjar.

Það er lítil sem engin HM-reynsla í þessu liði. Þjálfarinn hefur ekki farið á HM og leikmennirnir ekki heldur. Það gæti sagt eitthvað þegar komið er á stóra sviðið í Rússlandi. Það gæti líka reynst gott að fara á sitt fyrsta mót, eins og sást hjá Íslandi á EM fyrir tveimur árum, en reynslan er mikilvæg.

Perú er með frekar lágvaxið lið og hefur síðustu ár verið í basli með föst leikatriði. Það hefur hins vegar batnað upp á síðkastið og skoraði Perú úr föstu leikatriði gegn Íslandi. Vonandi fyrir Perú verða föstu leikatriðin í lagi í Rússlandi, sérstaklega varnarlega.

Stjarnan: Guerrero er stjarnan í þessu liði. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu Perú og er fyrirliði liðsins. Er orðinn 34 ára gamall, en getur enn skorað fótboltamörk. Hann var dæmdur í lyfjapróf fyrir mótið, en fær að vera með. Það var mikil ringulreið sem skapaðist í kringum það hvort hann fengi að vera með eða ekki, en nú er ljóst að hann fær að vera með.

Það eru aðeins nokkrir dagar í mót og það gæti haft áhrif á Guerrero hversu langan tíma það fékkst að fá niðurstöðu í hans mál. Hann er þó fyrirliði og kemur væntanlega af fullum krafti í mótið.

Fylgstu með: Renato Tapia 22 ára gamall miðjumaður Feyenoord í Hollandi. Hann mun sitja fyrir framan vörnina og aðstoða hana mikið. Hann er mjög mikilvægur þessu liði.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Pedro Gallese; Aldo Corzo, Alberto Rodriguez, Christian Ramos, Miguel Trauco; Renato Tapia, Yoshimar Yotun; Jefferson Farfan, Christian Cueva, Edison Flores; Raul Ruidiaz.

Þetta lið var gefið út áður en Guerrero mátti vera með. Líklegt er að hann komi inn í liðið fyrir Raul Ruidiaz.

Leikmannahópurinn:
Kallað hefur verið í 25 leikmenn, en tveir leikmenn munu detta úr hópnum á næstu dögum. Paolo Guerrero er kominn inn í hópinn.

Markverðir: Pedro Gallese (Veracruz), José Carvallo (UTC), Carlos Caceda (Municipal)

Varnarmenn: Luis Abram (Vélez Sarsfield), Luis Advíncula (Lobos), Miguel Araujo (Alianza Lima), Aldo Corzo (Universitario), Nilson Loyola (Melgar), Christian Ramos (Veracruz), Alberto Rodríguez (Junior), Anderson Santamaría (Puebla), Miguel Trauco (Flamengo)

Miðjumenn: Pedro Aquino (Lobos), Wilmer Cartagena (Veracruz), Christian Cueva (Sao Paulo), Edison Flores (Aalborg), Paolo Hurtado (Vitória Guimaraes), Sergio Pena (Grenade), Andy Polo (Portland Timbers), Renato Tapia (Feyernoord), Yoshimar Yotún (Orlando City)

Sóknarmenn: Paolo Guerrero (Flamengo), André Carrillo (Watford), Raul Ruidiaz (Morelia), Jefferson Farfan (Lokomotiv Moskva).
Athugasemdir
banner