Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 03. júní 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: D-riðill - 2. sæti
Ísland
Icelandair
Ísland tekur þátt á HM í fyrsta sinn.
Ísland tekur þátt á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir og Helgi stýra íslenska liðinu.
Heimir og Helgi stýra íslenska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar, fyrirliði.
Aron Einar, fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert er yngstur í hópnum.
Albert er yngstur í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að því. Íslandi er spá öðru sæti D-riðils á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í spá Fótbolta.net. Í D-riðili með Íslandi leika Argentína, Króatía og Nígería, en talað hefur verið um þennan riðil sem „dauðariðilinn".

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil

Í spá fyrir riðlakeppnina fékk Fótbolti.net góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til aðstoðar.

Í dag eru 11 dagar þangað til HM í Rússlandi hefst.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir D-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Ísland, 27 stig
3. sæti. Króatía, 25 stig
4. sæti. Nígería, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 22.

Um liðið: Íslendingar vita auðvitað allt um sitt lið, strákana okkar. Ísland er fámennasta þjóð sögunnar til að komast inn á HM, langfámennasta. Það verður ótrúlega gaman að sjá Ísland keppa á meðal bestu fótboltaþjóða í heimi í Rússlandi og markmiðið er auðvitað að komast upp úr riðlinum.

Þjálfarinn: Heimir Hallgrímsson. Það varð frægt á EM að tannlæknir úr Vestmannaeyjum skyldi vinna stýra Íslandi til sigurs gegn Englandi á HM. Heimir hefur fyrir löngu sannað það að hann er ótrúlega hæfileikaríkur í því sem hann gerir og hann á eftir að gera okkur Íslendinga stolt út í Rússlandi.

Óvissa er með framtíð Heimis eftir HM og hefur hann lítið vilja gefa út í sambandi við það. Vonandi verður hann áfram, en það mun koma í ljóst eftir mót.

Með Heimi í þjálfarateyminu eru Helgi Kolviðsson, Guðmundur Hreiðarsson og Sebastian Boxleitner.

Árangur á síðasta HM: Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á HM

Besti árangur á HM: Sjá fyrir ofan.

Leikir á HM 2018:
16. júní, Argentína - Ísland (Moskva)
22. júní, Nígería - Ísland (Volgograd)
26. júní, Ísland - Króatía (Rostov On-Don)

Af hverju Ísland gæti unnið leiki: Íslenska liðið hefur sannað að það getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Förum aftur í tímann, til sumarsins 2016, EM, Ísland gegn Englandi í Nice. Sjáðu myndband hér að neðan.

Ísland er gríðarlega vel skipulagt undir stjórn Heimis og Helga og þegar lið koma framarlega gegn strákunum þá eru þeir hættulegir í skyndisóknum. Íslenska liðið getur einnig stjórnað leikjum og sýndi það í undankeppninni, en aðalplanið í Rússlandi verður væntanlega að verjast vel og sækja hratt. Svo er Ísland auðvitað hættulegt í föstum leikatriðum með Gylfa sem spyrnumann. Það má þá ekki gleyma löngu innköstunum sem Aron Einar tekur. Önnur lið hafa í gegnum tíðina átt í miklu basli með að verjast þeim.

Af hverju Ísland gæti tapað leikjum: Undirritaður vill helst ekki skrifa neitt í þennan dálk, en lætur sig hafa það. Það er alltaf hætta á því þegar þú verst lengi að hitt liðið muni skora, sama hversu góður þú ert í því að verjast.

Meiðsli hafa verið að hrjá Ísland í undirbúningnum. Aron Einar og Gylfi eru meiddir, en góðar líkur eru á því að þeir verði klárir í slaginn fyrir stóru stundina. Ísland byrjaði með sama liðið í öllum leikjum sínum á EM og verður eiginlega að ná að breyta einhverju á milli leikja í Rússlandi til þess að halda mönnum í sem bestu standi.

Stjarnan: Stjarna íslenska liðsins er liðsheildin, en ef einhver leikmaður verður að vera fyrir valinu þá er það Gylfi Sigurðsson. Gylfi var ótrúlega mikilvægur í undankeppninni og skoraði mjög mikilvæg mörk, þar á meðal fyrra markið í lokaleiknum gegn Kosóvó.

Gylfi er frábær spyrnumaður í föstum leikatriðum sem eru mjög mikilvæg fyrir liðið. Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli síðan í mars en hann ætti að vera klár. Hann kom inn á þegar Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í gær og skoraði hann.

Fylgstu með: Albert Guðmundsson, okkar efnilegasti fótboltamaður þessa stundina.. Gæti verið X-faktor í Rússlandi, komið inn á í leikjum og sprengt þá upp.

Ímyndið ykkur þetta; Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, að lýsa því þegar Albert skorar sigurmarkið sem fleytir Íslandi i 16-liða úrslitin. Hversu gott yrði það? Albert er sonur Gumma.

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson; Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon; Jóhann Berg Guðmundsson, Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jón Daði Böðvarsson.

Leikmannahópurinn:
Búið er að tilkynna 23 manna hóp Íslands sem fer á HM.

Markverðir: Hannes Þór Halldórsson (Randers FC), Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland), Frederik Schram (Roskilde)

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson (Valur), Ragnar Sigurðsson (Rostov), Kári Árnason (Víkingur R.), Ari Freyr Skúlason (Lokeren), Sverrir Ingi Ingason (Rostov), Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City), Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga), Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (Cardiff), Gyfi Þór Sigurðsson (Everton), Emil Hallfreðsson (Udinese), Birkir Bjarnason (Aston Villa), Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley), Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir), Arnór Ingvi Traustason (Malmö), Rúrik Gíslason (Sandhausen)

Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason (Augsburg), Jón Daði Böðvarsson (Reading), Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov) , Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)


Athugasemdir
banner
banner
banner