Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 07. júní 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: F-riðill - 2. sæti
Mexíkó
Leikmenn Mexíkó fagna hér marki gegn Íslandi í mars.
Leikmenn Mexíkó fagna hér marki gegn Íslandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Osorio, þjálfari Mexíkó, ræðir hér við Heimi Hallgrímsson.
Osorio, þjálfari Mexíkó, ræðir hér við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hirving Lozano er stjarnan í liði Mexíkó.
Hirving Lozano er stjarnan í liði Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Miguel Layun.
Miguel Layun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Javier Hernandez getur alltaf skorað mörk.
Javier Hernandez getur alltaf skorað mörk.
Mynd: Getty Images
Spá Fótbolta.net í riðlakeppni HM heldur áfram í dag. Eftir því sem líður á daginn verður spáin fyrir F-riðilinn opinberuð. Nú er komið að liðinu sem er spá öðru sæti; Mexíkó.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir F-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Mexíkó, 26 stig
3. sæti. Svíþjóð, 23 stig
4. sæti. Suður-Kórea, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 15.

Um liðið: Mexíkó hefur komist upp úr riðli sínum á síðustu sex Heimsmeistaramótum en aðeins einu sinni af þessum sex skiptum hefur liðið komist lengra í 16-liða úrslit. Það gerðist árið 1986 á heimavelli. Verður einhver breyting á því núna? Mexíkó komst nokkuð auðveldlega í gegnum undankeppnina og mætir til Rússlands með gott sjálfstraust í sínum hóp.

Þjálfarinn: Kólumbíumaðurinn Juan Carlos Osorio var ráðinn þjálfari Mexíkó í október 2015. Osorio er reynslumikill en þessi 56 ára gamli þjálfari hefur farið víða á sínum þjálfaraferli. Hann var síðast þjálfari Sao Paulo í Brasilíu áður en hann tók við Mexíkó.

Undir hans stjórn endaði Mexíkó í fjórða sæti Álfukeppninnar en eftir þá keppni var hann dæmdur í sex leikja bann fyrir að móðga dómara í leik gegn Portúgal.

Mexíkó vann Ísland í vináttulandsleik í mars síðastliðnum. Eftir leikinn hrósaði Osorio Íslandi í hástert.

Árangur á síðasta HM: Töpuðu í 16-liða úrslitum fyrir Hollandi.

Besti árangur á HM: Komust í 8-liða úrslit 1970 og 1986.

Leikir á HM 2018:
17. júní, Þýskaland - Mexíkó (Moskva)
23. júní, Suður-Kórea - Mexíkó (Rostov-On-Don)
27. júní, Mexíkó - Svíþjóð (Ekaterinburg)

Af hverju Mexíkó gæti unnið leiki: Það er gæði og reynsla í liðinu. Það er enginn stjörnuleikmaður, en þetta er gott lið með flestallt sem gott fótboltalið þarf að hafa. Sóknarlega er liðið mjög sterkt og Mexíkó er ekki lið sem fær mörg mörk á sig.

Mexíkó hefur líka sýnt það að liðið getur unnið fótboltaleiki án þess að vera upp á sitt besta. Það sýndi Mexíkó gegn Íslandi í vináttulandsleik í mars þar sem lokatölur voru 3-0.

Af hverju Mexíkó gæti tapað leikjum: Meiðslavandræði hafa haft áhrif á liðið fyrir Rússlandsdvölina og mun Nestor Araujo, sem hefði mögulega byrjað í vörninni, missa af mótinu vegna meiðsla. Miguel Layun spilar bakvörðinn vinstra megin og er mjög góður í fótbolta en bakvarðstaðan hinum megin er til vandræða.

Það er mikið áhyggjuefni fyrir Mexíkó að liðið hafi ekki unnið útsláttarleik á Heimsmeistaramóti sem ekki er haldið í Mexíkó. Það er eins einhver og álög séu á liðinu og ljóst er að liðið þarf að aflétta þeim í Rússlandi.

Stjarnan: Hirving Lozano. Leikmaður sem sló í gegn hjá PSV Eindhoven og hjálpaði liðinu að verða Hollandsmeistari á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Hann hélt Alberti Guðmundssyni út úr liðinu. Stóru liðin í Evrópu munu fylgjast náið með honum á HM.

Mexíkó er með nokkra breidd í sóknarleiknum en "Chucky" eins og hann er kallaður, er með fast sæti í liðinu.

Fylgstu með: Miguel Layun. Hæfileikaríkur og fjölhæfur leikmaður, sem getur spilað sem bakvörður jafnt sem kantmaður. Hann átti frábæran leik gegn Íslandi í mars og skoraði tvö mörk, það seinna var glæsilegt. Það er því vert að fylgjast með honum.

Sjá einnig:
Sjáðu Layun setja boltann yfir Rúnar Alex

Það ber einnig að nefna Javier "Chicharito" Hernandez hérna. Átti ekki sitt besta tímabil með West Ham, en það eru mörk í honum og hann á það alveg til að vera drjúgur fyrir framan markið.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-3-3): Guillermo Ochoa; Edson Alvarez, Carlos Salcedo, Hector Moreno, Miguel Layun; Diego Reyes, Hector Herrera, Andres Guardado; Jesus “Tecatito” Corona, Javier “Chicharito” Hernandez, Hirving Lozano.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).

Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla)

Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan dos Santos (LA Galaxy), Giovani dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt)

Sóknarmenn: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner