Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 08. júní 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: G-riðill - 3. sæti
Túnis
Túnis er spáð þriðja sæti.
Túnis er spáð þriðja sæti.
Mynd: Getty Images
Whabi Khazri.
Whabi Khazri.
Mynd: Getty Images
Nabil Maaloul, þjálfari Túnis.
Nabil Maaloul, þjálfari Túnis.
Mynd: Getty Images
Ali Maaloul.
Ali Maaloul.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fer að styttast í annan endann á HM spánni hjá okkur. Í dag er komið að G-riðlinum sem inniheldur Belgíu, England, Panama og Túnis. Síðastnefnda liðinu, Túnis, er spáð þriðja sætinu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir G-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti. Túnis, 19 stig
4. sæti. Panama, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 21.

Um liðið: Túnis er eitt af fimm fulltrúaþjóðum Afríku á HM í Rússlandi. Túnis hefur ekki verið með á síðustu tveimur mótum en hefur í heildina verið fjórum sinnum með. Í þau fjögur skipti sem Túnis hefur tekið þátt á HM hefur liðinu aðeins tekist að vinna einn leik, einn leik. Það eru ekki mörg þekkt nöfn í liðinu sem komst taplaust í gegnum undankeppnina. Túnis gæti komið fólki á óvart í Rússlandi í sumar.

Þjálfarinn: Nabil Maaloul er þjálfari Túnis. Hann er 55 ára fyrrum landsliðsmaður Túnis, lék 74 landsleiki og skoraði 11 mörk. Hann hefur eiginlega bara þjálfað í heimalandinu en árið 2014 leitaði hann út fyrir landssteinanna og tók við El Jaish þar í landi. Hann stoppaði stutt þar og tók við Kúveit árið 2014.

Hann tók við Túnis svo í fyrra og aðstoðaði liðið við að komast á HM í fyrsta sinn frá 2006. Maaloul hefur áður þjálfað Túnis, 2014 en þát stoppaði hann ekki nema í nokkra mánuði. Maaloul spilaði aldrei á HM sem leikmaður en fær að þjálfa á mótinu.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Hafa allt fallið út í riðlakeppninni.

Leikir á HM 2018:
18. júní, Túnis - England (Volgograd)
23. júní, Belgía - Túnis (Moskva)
28. júní, Panama - Túnis (Saransk)

Af hverju Túnis gæti unnið leiki: Túnis á ekki að vera versta liðið í riðlinum, að minnsta kosti ekki á pappír, það fellur í hlut Panama. Það eru ekki margar stjörnur í þessu liði en það er karakter og baráttuandi. Það sást í undankeppninni þar sem liðið lenti 2-0 undir gegn Austur-Kóngo en kom til baka og náði í jafntefli.

Túnis er með nokkra góða miðjumenn sem ættu að geta haldið vel gegn Englandi og Belgíu. Miðjumennirnir verja varnarlínuna vel. Túnis er líka með hættulega menn fram á við í Wahbi Khazri og Naim Sliti, þeir ættu líka að geta tekið góð föst leikatriði.

Af hverju Túnis gæti tapað leikjum: Youssef Msakni er meiddur, en hann er algjör lykilmaður í sóknarleik Túnis. Án hans verða hlutirnir erfiðari fyrir Túnis í Rússlandi. Aðrir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli og það er áhyggjuefni.

Riðillinn er líka erfiður fyrir Túnis með sterkum þjóðum eins og Englandi og Belgíu.

Stjarnan: Wahbi Khazri floppaði í ensku úrvalsdeildinni með Sunderland en þetta hörkuleikmaður á kantinum. Hann var á láni hjá Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili þar sem hann spilaði mjög vel. Hann verður lykilvopn fyrir Túnis, þá ekki síst þegar kemur að því að taka föst leikatriði.

Fylgstu með: Ali Maaloul er mikilvægur leikmaður sem spilar í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var markahæstur í efstu deild Túnis fyrir tveimur árum en hefur aldrei skorað mark fyrir landsliðið í meira en 45 landsleikjum. Mun bruna upp og niður vinstri vænginn.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-3-3): Aymen Mathlouthi; Hamdi Nagguez, Yassine Meriah, Syam Ben Youssef, Ali Maaloul; Ghailene Chaalali, Mohamed Amine Ben Amor, Ferjani Sassi; Naim Sliti, Ahmed Akaichi, Wahbi Khazri.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: Farouk Ben Mustapha (Al Shabab), Moez Hassan (Chateauroux), Aymen Mathlouthi (Al Batin)

Varnarmenn: Rami Bedoui (Etoile Sahel), Yohan Benalouane (Leicester City), Syam Ben Youssef (Kasimpasa), Dylan Bronn (Ghent), Oussama Haddadi (Dijon), Ali Maaloul (Al Ahly), Yassine Meriah (CS Sfaxien), Hamdi Nagguez (Zamalek)

Miðjumenn: Mohamed Amine Ben Amor (Al Ahly Jeddah), Ghaylene Chaalali (Esperance), Ahmed Khalil (Club Africain), Seifeddine Khaoui (Troyes), Wahbi Khazri (Stade Rennes), Ferjani Sassi (Al Nassr), Elyes Skhiri (Montpellier),

Sóknarmenn: Fakhreddine Ben Youssef (Al Ittifaq), Anice Badri (Esperance), Saber Khalifa (Club Africain), Naim Sliti (Dijon), Bassem Srarfi (Nice).
Athugasemdir
banner