Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 11. ágúst 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 20. sæti: Burnley
Lokastaða síðast: 2. sæti í Championship
Enski upphitun
Michael Kightly er lykilmaður hjá Burnley.
Michael Kightly er lykilmaður hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Stjórinn: Sean Dyche.
Stjórinn: Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Danny Ings hefur verið magnaður í markaskorun.
Danny Ings hefur verið magnaður í markaskorun.
Mynd: Getty Images
Sam Vokes er á meiðslalistanum.
Sam Vokes er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Það kemur engum á óvart að nýliðum Burnley er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli beint aftur niður í Championship-deildina.

Um liðið: Það var magnað afrek hjá Burnley að komast upp í úrvalsdeildina en enginn bjóst við að þeir myndu berjast í efri hluta Championship-deildarinnar. Hættulegasta vopn liðsins var sóknardúettinn Danni Ings og Sam Vokes sem samtals skoruðu 41 deildarmark. Sá síðarnefndi verður á meiðslalistanum fram að jólum. Liðið hefur bætt við sig reynslumönnum í Matt Taylor og Steven Reid.

Stjórinn: Sean Dyche
Þessi hásróma knattspyrnustjóri var rekinn frá Watford 2012 en hefur gert magnaða hluti með Burnley og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum. Hann fær nú tækifæri til að kljást við Mourinho, Wenger og félaga.

Styrkleikar: Varnarlega var Burnley besta lið Championship-deildarinnar á síðasta tímabili og fékk aðeins 37 mörk á sig í 46 leikjum. Crystal Palace sýndi það hve langt þú getur náð á vel skipulögðum varnarleik.

Veikleikar: Burnley býr ekki yfir miklu fjármagni og fer því inn í tímabilið með frekar þunnskipaðan hóp. Dyche er þekktur fyrir að kreista hvern dropa úr mönnum og því ólíklegt að miklar breytingar verði gerðar á liðinu milli leikja.

Talan: 57
Prósentutala yfir deildarmörk Burnley sem skoruð voru af Danny Ings og Sam Vokes á síðasta tímabili.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Horfið til Cardiff. Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin og stundum bætir ekkert að reka stjórann.

Verður að gera betur: Burnley var með lágt hlutfall heppnaðra sendinga á síðasta tímabili. Eitthvað sem þarf að bæta ef liðið ætlar ekki lóðrétt niður aftur.

Lykilmaður: Michael Kightly
Mörkin frá Ings og Vokes eru mikilvæg en úrvalsdeildarreynsla vængmannsins Kightly getur einnig haft sitt að segja. Þessi fyrrum leikmaður enska U21-landsliðsins var lánaður frá Stoke á síðasta tímabili en er nú alfarið kominn til Burnley.

Komnir:
Matthew Gilks frá Blackpool
Lukas Jutkiewicz frá Middlesbrough
Michael Kightly frá Stoke City
Steven Reid frá West Bromwich Albion
Marvin Sordell frá Bolton Wanderers
Matthew Taylor frá West Ham United

Farnir:
David Edgar til Birmingham City
Junior Stanislas til Bournemouth
Keith Treacy

Þrír fyrstu leikir: Chelsea (h), Swansea (ú) og Man Utd (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. ?
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner