Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
banner
   lau 27. apríl 2024 17:17
Sölvi Haraldsson
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara nokkuð vel. Þetta var erfiður sigur en hann tókst.“ sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Leikurinn var án efa leikur tveggja hálfeika þar sem Keflavík voru tveimur mörkum yfir í hálfelik en Stjarnan vinnu seinni hálfeikinn 3-0. Var það rætt í hálfelik að nýta vindinn til sigurs?

Þetta voru auðvitað tveir gjörólíkir hálfleikar fyrir liðin. Þær sóttu mun meira í fyrri og við í seinni. Við settum bara upp hvernig við ætluðum að spila seinni hálfleikinn. Við nýttum vindinn nokkuð vel.

Keflavík fengu víti í fyrri hálfelik eftir að Hannah Sharts, sem reyndist síðar hetja Stjörnunnar, stoppaði boltann með hendinni eftir að Anna hafi verið búin að taka markspyrnu á hana.

Þetta er nánast bara 'one in a million'. Þetta gerist í rauninni ekki. Bara eitthvað samskiptaleysi og því fór sem fór.

Hannah Sharts átti stórleik í dag með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. 

Hún er alveg frábær í þessum löngu innköstum og föstu leikatriðum. Bara mjög vel gert.“

Stjarnan vann ekki gegn Víkingum í opnunarleiknum en náðu í hádramatískan sigur hér í dag sem hlýtur að gefa Garðbæingum byr undir báða vængi fyrir komandi leiki.

Það var mikilvægt að vinna þennan leik í dag og hann mun hjálpa okkur mikið. Næsti leikur er á föstudaginn og við förum í það á morgun að gíra okkur upp í hann.“ sagði Anna að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner