Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 27. apríl 2024 16:39
Sölvi Haraldsson
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er svekkjandi því mér fannst við vera betra liðið í dag í 75% af leiknum. Frábær fyrri hálfleikur. Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki nógu vel. En síðan unnum við okkur inn í leikinn og sköpuðum fullt af færum. Ég er bara mjög ósáttur með að þær náðu í sigurmarkið í lokin því við miklu betri í dag fannst mér.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 grátlegt tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Keflavík fengu víti á 36. mínútu eftir að Stjarnan tóku markspyrnu og stoppuðu boltann með hendinni eftir að hafa tekið markspyrnuna. Jonathan var á því að þetta var réttur dómur að dæma víti.

Þetta var víti. Leikmaðurinn tók spyrnuna og stoppaði boltann svo með höndinni.“

Jonathan fékk gult spjald í leiknum en hann er allt annað en sáttur með það hvernig samskiptin við dómara hér á Íslandi er. Hann vill fá að geta tjáð sig og spurt dómara spurningar. 

Samskiptin við dómarana og fjórða dómaran er bara ekki nógu góð, mjög slæm. Við sem þjálfarar eigum að geta spurt þá spurningar. Það er mjög slæmt að sjá hvert dómgæslan er að stefna. Það verður að vera eitthvað svigrúm fyrir þjálfaran að tjá sig hvernig þeim líður eftir að dómarinn tekur ákvörðum sem er slæm. Eitthvað var rangt hjá þeim og ég var að spurja þá út í það. Það er ósanngjarnt að maður eigi bara að halda kjafti.“

Kristrún Ýr, var tekin af velli undir leikslok vegna meiðsla. Glenn veit ekki hvernig staðan er á henni núna.

Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana eða sjúkrarþjálfarana þannig ég er ekki viss með það.“

Keflavík eiga erfiða leiki framundan en þær eru með 0 stig á töflunni eftir tvo leiki.

„Fyrir okkur er hver einasti leikur erfiður. Við verðum að vera tilbúin fyrir hvern einasta leik en við þurfum að fara að ná í stig á töfluna. Hver einasti leikur í Bestu deildinni er erfiður.“ sagði Jonathan Glenn að lokum

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir