Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 27. apríl 2024 21:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ómar ræddi nýju framherjana: Óviðráðanlegur á því getustigi
Raðaði inn mörkum fyrir Ými.
Raðaði inn mörkum fyrir Ými.
Mynd: Ýmir
Hákon Ingi í leik með HK sumarið 2016.
Hákon Ingi í leik með HK sumarið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Helgi er uppalinn í FH, lék síðast með ÍA á Íslandi árið 2018 og var á síðasta tímabili í færeysku deildinni.
Viktor Helgi er uppalinn í FH, lék síðast með ÍA á Íslandi árið 2018 og var á síðasta tímabili í færeysku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ræddi við Fótbolta.net í gær. Hann var spurður út í framherjana sem HK fékk í sínar raðir á gluggadeginum. Eiður Gauti Sæbjörnsson skipti yfir úr venslafélaginu Ými og Hákon Ingi Jónsson kom frá Fjölni.

Eiður Gauti er 24 ára og hefur raðað inn mörkum með Ými í 3. og 4. deild.

„Á því 'leveli' sem hann hefur verið að spila hefur hann verið 'unplayable', tölfræðin segir það. Hann var mjög efnilegur spilari þegar hann var yngri og var fínn þegar hann byrjaði að spila með meistaraflokki. Svo bara æxluðust hlutirnir þannig að hann valdi að gera annað. Við erum búnir að reyna sannfæra hann um að gefa þessu séns í flestum félagaskiptagluggum - átt þessi samtöl við hann og honum staðið til boða að skipta yfir áður. Það er mikið ánægjuefni að hann hafi ákveðið að taka slaginn. Við verðum svo að sjá hvesu hratt hann nær að komast í takt við okkur og við tempóið í deildinni. Ef það gerist þá er þetta mjög öflugur spilari," sagði Ómar.

Með því að fá Eið Gauta og Hákon, er Ómar að horfa í að fá inn mörk í hópinn?

„Auðvitað. Hákon spilaði fyrir okkur á sínum tíma og gerði vel. Hann þekkir mikið af strákunum og er bara mjög öflugur framherji. Ég bind miklar vonir við að hann komist fljótt inn í hlutina og geti farið að hjálpa okkur."

Hákon Ingi er 28 ára og lék með HK síðast tímabilið 2016. Þá skoraði 13 mörk í 22 leikjum.

„Mér hefur alltaf þótt mjög mikið til hans koma. Við höfum alltaf haldið góðu sambandi frá því að hann var í HK á sínum tíma. Hann er gífurlega sterkur framherji, bæði í því að halda mönnum frá sér og geyma bolta og hann hefur líka sýnt það að hann getur skorað þegar hann fær tækifæri í teignum. Ég bind miklar vonir við það að hann hjálpi okkur í baráttunni sem er framundan."

Var ekkert mál að fá hann frá Fjölni?

„Það er alltaf eitthvað mál, sérstaklega á lokadegi gluggans. En ég held að þetta hafi bara verið vel leyst hjá stjórninni minni og Fjölnir var greinilega til í þetta. Við ákváðum að stökkva á það þegar við sáum að það var raunhæft."

Styttist í miðvörðinn Viktor Helga
Í lok viðtals var Ómar svo spurður út í Viktor Helga Benediktsson sem gekk í raðir félagsins í vetur en hefur ekki spilað í upphafi móts.

„Hann var að byrja að æfa með okkur núna í vikunni eftir tognun. Það eru einhverjir dagar (í að hann geti verið í hóp). Þessa dagana höfum við meira verið að spila og minna að æfa. Hann ætti að geta gert tilkall í að spila í næstu viku ef hann heldur sér heilum."

„Hann er fenginn inn sem miðvörður. Hann hefur verið að spila þar síðustu tímabil erlendis eftir að hafa verið miðjumaður þegar hann fer út á sínum tíma. Við horfum helst í miðvarðarstöðuna,"
sagði Ómar.

HK er með eitt stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni og hefur einungis skorað eitt mark. Næsti leikur er á móti Vestra á AVIS vellinum á morgun.
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Athugasemdir
banner
banner