Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
banner
banner
laugardagur 26. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 24. júlí
EUROPE: Conference League, 2nd qualifying round
Astana 1 - 1 Zimbru
Ararat-Armenia 0 - 0 Universitatea Cluj
Araz 2 - 1 Aris
Aris Limassol 3 - 2 Puskas
Rosenborg 5 - 0 Banga
Zalgiris 0 - 0 Linfield FC
AEK 0 - 0 Hapoel Beer Sheva
Aktobe 2 - 1 Sparta Prag
Arda Kardzhali 0 - 0 HJK Helsinki
Atletic Escaldes 1 - 2 Dinamo Tirana
Cherno More 0 - 1 Istanbul Basaksehir
Decic Tuzi - Rapid - 19:00
Hammarby 0 - 0 Charleroi
Hibernians FC 1 - 2 Spartak Trnava
Ilves 4 - 3 AZ
Kauno Zalgiris 1 - 1 Valur
Kosice 2 - 0 Neman
Larne FC - Prishtina - 19:00
Novi Pazar 1 - 1 Jagiellonia
Oleksandria 0 - 2 Partizan
Omonia 1 - 0 Torpedo K.
Paks 0 - 0 Maribor
Petrocub 0 - 2 Sabah FK
Polessya 1 - 2 Santa Coloma
Pyunik 2 - 1 Gyor
Radnicki Kragujevac 0 - 0 KÍ Klaksvík
Riga 2 - 1 Dila Gori
St Josephs 0 - 4 Shamrock
St Patricks 0 - 0 Nomme Kalju
Sutjeska Niksic 0 - 0 Beitar Jerusalem
Vardar 0 - 0 Lausanne
Viking FK 7 - 0 Koper
Vllaznia 0 - 1 Vikingur R.
Torpedo-BelAZ 0 - 1 Maccabi Haifa
Vaduz 0 - 1 Dungannon Swifts
Varazdin 1 - 0 Santa Clara
Austria V 1 - 0 Spaeri
Dinamo Minsk 0 - 0 Egnatia R
Dundee United 0 - 0 UNA Strassen
HB Torshavn 0 - 0 Brondby
Sarajevo - Universitatea Craiova - 19:00
Rakow - Zilina - 19:00
Paide 0 - 2 AIK
EUROPE: Europa League, 2nd qualifying round
Anderlecht (Belgium) 1 - 0 Häcken
Besiktas (Turkey) 1 - 2 Shakhtar D (Ukraine)
Celje (Slovenia) 1 - 0 AEK Larnaca (Cyprus)
Levski (Bulgaria) 0 - 0 Braga
Lugano (Switzerland) 0 - 0 Cluj (Romania)
Ostrava (Czech Republic) 3 - 2 Legia (Poland)
Sheriff 1 - 3 Utrecht (Netherlands)
WORLD: International Friendlies
Senegal 1 - 2 Uganda
Ekkert mark hefur verið skorað
Tanzania 0 - 0 Kenya
Marokkó - Búrkína Fasó - 17:00
lau 27.apr 2024 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 6. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Fjölnismönnum er spáð sjötta sæti deildarinnar og rétt missa þeir af umspilinu ef þeir lenda í því sæti.

Fjölni er spáð sjötta sætinu.
Fjölni er spáð sjötta sætinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar er einn skemmtilegasti karakterinn í Lengjudeildinni.
Úlfur Arnar er einn skemmtilegasti karakterinn í Lengjudeildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig mun ganga að fylla í skarð Hans Viktors?
Hvernig mun ganga að fylla í skarð Hans Viktors?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar Júlíusson er spennandi leikmaður sem fær enn stærra hlutverk í Fjölnisliðinu í sumar.
Júlíus Mar Júlíusson er spennandi leikmaður sem fær enn stærra hlutverk í Fjölnisliðinu í sumar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hversu mikið mun Máni Austmann skora í sumar?
Hversu mikið mun Máni Austmann skora í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Freyr er býsna skemmtilegur leikmaður.
Axel Freyr er býsna skemmtilegur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur, tvíburabróðir Mána, kom frá Grindavík.
Dagur, tvíburabróðir Mána, kom frá Grindavík.
Mynd/Fjölnir Facebook
Hvað gera Fjölnismenn í sumar?
Hvað gera Fjölnismenn í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

6. Fjölnir
Er hægt að tala lengur um Fjölni sem jójó-lið? Þeir eru núna á leið inn í sitt fjórða tímabil í röð í Lengjudeildinni. Þeir hafa alltaf verið í efri hlutanum síðustu ár en það hefur vantað herslumuninn á því að komast aftur upp í Bestu deildina. Fjölnisliðið er að mestu byggt upp á heimamönnum og þannig á það bara að vera þegar þú ert í einu stærsta hverfi höfuðborgarsvæðisins. Fjölnir fór í úrslitakeppnina í fyrra en tapaði þar gegn Vestra í undanúrslitunum. Grafarvogsbúum er farið að þyrsta í að sjá liðið sitt aftur í Bestu deildinni en það er spurning hvort það muni ganga upp í ár, eða hvort hverfið þurfi að bíða aðeins lengur.

Þjálfarinn: Úlfur Arnar Jökulsson er einn skemmtilegasti þjálfarinn í deildinni og er alltaf hægt að bóka það að viðtölin við hann eftir leiki séu áhugaverð og skemmtileg. Úlfur er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil sem aðalþjálfari Fjölnis en hann tók við liðinu af Ásmundi Arnarssyni veturinn 2021. Úlfur þjálfaði venslafélag Fjölnis, Vængi Júpiters, áður en hann tók við aðalliðinu og þar áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson.

Styrkleikar: Alvöru kjarni af heimastrákum sem vonandi láta hjartað slá fyrir félagið. Ég sé það styrkleika sem getur gert Fjölnismenn öfluga og er þessi stefna eina vitið að mínu mati fyrir þá.

Veikleikar: Fjölnismenn hafa misst sterka karaktera í Gumma Júl, Bjarna Gunn, Hans Viktori og fleiri reynsluboltum. Það mun mikið mæða á yngri strákum að stíga upp en ég hef hins vegar fulla trú á því að þeir muni gera það.

Lykilmenn:
Júlíus Mar Júlíusson - Þetta er leikmaður sem Fjölnir selur ef þeir fara ekki upp núna, virkilega öflugur og spennandi tvítugur strákur sem getur leyst bæði vörn og miðju. Mikill og skemmtilegur karakter eins og hann á kyn til enda sonur Júlla Hafsteins og bróðir Gumma Júl.

Axel Freyr Harðarson - Að mínu mati einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar; hraður, teknískur og góður kantmaður sem skorar og leggur upp haug af færum og mörkum í þessari deild.

Máni Austmann Hilmarsson - Það mun mikið mæða á Mána, mér finnst ansi líklegt að hann spili sem fremsti maður eftir brotthvarf Hákons Inga. Máni er góður í fótbolta og á að skora slatta í þessari deild.

Fylgist með: Jónatan Guðni Arnarsson, 17 ára pjakkur sem hefur verið að fá tækifæri með meistaraflokknum í vetur. Teknískur og skemmtilegur kantmaður/miðjumaður. Ég vona að Úlli gefi honum alvöru hlutverk í sumar því hann gerir fullt tilkall til þess.

Komnir:
Dagur Austmann Hilmarsson frá Grindavík
Sölvi Sigmarsson frá Haukum (var á láni)

Farnir:
Hans Viktor Guðmundsson í KA
Hákon Ingi Jónsson í HK
Bjarni Gunnarsson hættur
Dofri Snorrason hættur
Guðmundur Þór Júlíusson hættur
Marko Panic í Hauka



Dómur Badda fyrir gluggann: 7
Hljómar kannski galið þar sem þeir hafa misst út marga leikmenn og bara fengið Dag Austmann inn, en ég er bara svo ánægður með að Fjölnir sé að losa út eldri leikmenn sem voru bara að taka pláss af yngri uppöldum strákum og hirða launatékka sem setti bókhaldið í vesen að þeir eru yfir meðaleinkunn. Ég myndi setja 10 á gluggann ef þeir myndu losa svona 2-3 sem koma bara með servíettur að borðinu en setja strik í bókhaldið í viðbót.

Fyrstu þrír leikir Fjölnis:
1. maí, Grindavík - Fjölnir (Víkingsvöllur)
10. maí, Fjölnir - Leiknir R. (Egilshöll)
18. maí, Dalvík/Reynir - Fjölnir (Dalvíkurvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í þriðja sæti og í versta falli enda þeir í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner