PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   lau 27. apríl 2024 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Greenwood allt í öllu - Girona upp fyrir Barcelona
Mason Greenwood hefur komið að sextán mörkum á tímabilinu
Mason Greenwood hefur komið að sextán mörkum á tímabilinu
Mynd: EPA
Artem Dovbyk skoraði og klúðraði af vítapunktinum
Artem Dovbyk skoraði og klúðraði af vítapunktinum
Mynd: EPA
Englendingurinn Mason Greenwood minnti rækilega á sig í 3-1 sigri Getafe á Almería í La Liga í dag en hann kom að öllum mörkum liðsins.

Greenwood, sem er á láni hjá Getafe frá Manchester United, skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum.

Enski framherjinn skoraði fyrra mark sitt á 27. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning frá Ilaix Moriba. Rafael Lozano jafnaði undir lok hálfleiksins en Greenwood kom Getafe aftur í forystu snemma í síðari hálfleik.

Greenwood lék listir sínar vinstra megin í teignum áður en hann lagði boltann út fyrir teiginn á Moriba sem hamraði honum á markið. Markvörðurinn varði hann út á Greenwood sem lagði hann snyrtilega í hægra hornið.

Þegar hálftími var eftir lagði Greenwood upp þriðja mark Getafe fyrir Jaime Mata og lokatöliur 3-1.

Greenwood hefur nú komið að sextán mörkum með Getafe á tímabilinu, sem situr í 9. sæti með 43 stig.

Girona vann þá 2-0 sigur á nýliðum Las Palmas. Bæði lið klikkuðu á vítapunktinum á fyrsta hálftímanum þar sem markverðirnir stálu sviðinu. Paulo Gazzaniga varði frá Sandro Ramirez áður en Alvaro Valles varði frá Artem Dovbyk tuttugu mínútum síðar en David Lopez komst í frákastið og skoraði.

Girona fékk annað víti snemma í síðari hálfleiknum og var Dovbyk aftur sendur á punktinn. Í þetta sinn skoraði hann og er þar með kominn með 19 mörk í deildinni.

Liðið er nú í öðru sæti með 71 stig og komið upp fyrir Barcelona á töflunni. Meistaradeildarsæti er handan við hornið.

Atlético Madríd vann 3-1 sigur á Bilbao. Rodrigo De Paul, Angel Correa og sjálfsmark markvarðarins Unai Simon færðu Atlético sigurinn, sem er í 4. sæti með 64 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Almeria 1 - 3 Getafe
0-1 Mason Greenwood ('27 )
1-1 Rafael Lozano ('41 )
1-2 Mason Greenwood ('48 )
1-3 Jaime Mata ('61 )
Rautt spjald: Jonathan Viera, Almeria ('90)

Alaves 3 - 0 Celta
1-0 Giuliano Simeone ('48 )
2-0 Jon Guridi ('54 )
3-0 Carlos Benavidez ('86 )

Atletico Madrid 3 - 1 Athletic
1-0 Rodrigo De Paul ('15 )
1-1 Nico Williams ('45 )
2-1 Angel Correa ('52 )
3-1 Unai Simon ('80 , sjálfsmark)

Las Palmas 0 - 2 Girona
0-0 Sandro Ramirez ('8 , Misnotað víti)
0-1 David Lopez ('26 )
0-1 Artem Dovbyk ('26 , Misnotað víti)
0-2 Artem Dovbyk ('57 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 35 28 6 1 78 22 +56 90
2 Girona 35 23 6 6 75 44 +31 75
3 Barcelona 34 22 7 5 70 43 +27 73
4 Atletico Madrid 34 21 4 9 63 39 +24 67
5 Athletic 35 17 11 7 57 35 +22 62
6 Real Sociedad 34 14 12 8 48 35 +13 54
7 Betis 34 13 13 8 43 39 +4 52
8 Villarreal 35 13 9 13 59 60 -1 48
9 Valencia 34 13 8 13 37 39 -2 47
10 Getafe 34 10 13 11 41 47 -6 43
11 Alaves 35 11 9 15 34 40 -6 42
12 Sevilla 35 10 11 14 47 49 -2 41
13 Osasuna 35 11 7 17 39 53 -14 40
14 Las Palmas 35 10 7 18 30 44 -14 37
15 Mallorca 35 7 14 14 28 40 -12 35
16 Vallecano 34 7 13 14 27 43 -16 34
17 Celta 34 8 10 16 40 52 -12 34
18 Cadiz 34 4 14 16 23 49 -26 26
19 Granada CF 35 4 9 22 36 68 -32 21
20 Almeria 34 2 11 21 33 67 -34 17
Athugasemdir
banner
banner