Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   lau 27. apríl 2024 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah og Klopp rifust á hliðarlínunni - „Þetta er búið"
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp og Mohamed Salah virtust hnakkrífast á hliðarlínunni þegar Salah var að gera sig tilbúinn til að koma inn á undir lok leiksins gegn West Ham í dag.


Salah byrjaði á bekknum þegar Liverpool gerði jafntefli gegn West Ham og stimplaði sig líklega endanlega úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Egyptinn kom inn á undir lok leiksins en hann reifst við Klopp áður en hann kom inn á og virtist 'sussa' á hann. Salah hefur ekki sýnt sitt rétta andlit eftir að hafa meiðst á Afríkumótinu með Egyptalandi í janúar.

Hann byrjaði einnig á bekknum þegar liðið lagði Fulham í síðasta mánuði en það var eini sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum í deildinni.

„Ég get ekki sagt hvað fór fram okkar á milli en við erum búnir að ræða þetta inn í klefa, þetta er búið," sagði Jurgen Klopp í viðtali við TNT Sport eftir leikinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner