Valur fór í heimsókn í Laugardalinn í dag þar sem Þróttur R. tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturunum. Leikar enduðu 1-2 gestunum í vil. Valur er búið að vinna báða leiki sína í byrjun móts. Mörk Valsara skoruðu þær Guðrún Elísabet og Amanda Andradóttir. Pétur Pétursson þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Valur
„Ég er ánægður með að vinna hérna. Þetta eru alltaf erfiðir leikir. Mér fannst við eiga að geta klárað leikinn með þriðja markinu, á meðan við gerum það þá er alltaf spenna í þessu."
Valsarar fundu oft glufur í háu varnarlínu Þróttara í leiknum
„Mér fannst við gera það vel. Aðeins of oft fannst mér dæmd rangstæða, ég er ekki alveg viss um það. Við komumst í góðar sóknir og hefðum átt að nýta þær betur."
Berglind Björg skrifaði undir hjá Val á dögunum Pétur var spurður hvenær hún myndi spila sinn fyrsta leik fyrir Val
„Staðan á henni er fín. Ég hef ekki hugmynd (hvenær hún spilar), það kemur bara í ljós."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir