Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   lau 27. apríl 2024 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og er byrjuð að spila með Breiðabliki. Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að hún myndi spila mikið með Blikum í sumar en hún fékk um hálftíma inn á vellinum í dag.

Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

„Það er alltaf gott að komast á Kópavogsvöll og ég er mjög ánægð með að vera komin heim," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta verið upp og niður í Bandaríkjunum. Ég er á uppleið eftir höfuðhögg en þetta hefur verið bæði og í rauninni. Ég kom við sögu í einhverjum þremur leikjum áður en ég kom aftur heim núna."

„Þetta er búið að taka á, en maður tekur því bara. Staðan er fín núna, í raun. Ég er enn að takast á við eitthvað en er að verða mun betri."

Hún segir það gott að vera komin heim núna en ætlar að taka því rólega á meðan hún er að stíga upp úr þessum leiðinlegu meiðslum.

„Ég hef stefnt að þessu en ég ætla bara að taka því rólega og sjá hvað setur," sagði Munda en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner