Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 27. apríl 2024 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og er byrjuð að spila með Breiðabliki. Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að hún myndi spila mikið með Blikum í sumar en hún fékk um hálftíma inn á vellinum í dag.

Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

„Það er alltaf gott að komast á Kópavogsvöll og ég er mjög ánægð með að vera komin heim," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta verið upp og niður í Bandaríkjunum. Ég er á uppleið eftir höfuðhögg en þetta hefur verið bæði og í rauninni. Ég kom við sögu í einhverjum þremur leikjum áður en ég kom aftur heim núna."

„Þetta er búið að taka á, en maður tekur því bara. Staðan er fín núna, í raun. Ég er enn að takast á við eitthvað en er að verða mun betri."

Hún segir það gott að vera komin heim núna en ætlar að taka því rólega á meðan hún er að stíga upp úr þessum leiðinlegu meiðslum.

„Ég hef stefnt að þessu en ég ætla bara að taka því rólega og sjá hvað setur," sagði Munda en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner