Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og er byrjuð að spila með Breiðabliki. Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að hún myndi spila mikið með Blikum í sumar en hún fékk um hálftíma inn á vellinum í dag.
Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.
Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Tindastóll
„Það er alltaf gott að komast á Kópavogsvöll og ég er mjög ánægð með að vera komin heim," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.
„Þetta verið upp og niður í Bandaríkjunum. Ég er á uppleið eftir höfuðhögg en þetta hefur verið bæði og í rauninni. Ég kom við sögu í einhverjum þremur leikjum áður en ég kom aftur heim núna."
„Þetta er búið að taka á, en maður tekur því bara. Staðan er fín núna, í raun. Ég er enn að takast á við eitthvað en er að verða mun betri."
Hún segir það gott að vera komin heim núna en ætlar að taka því rólega á meðan hún er að stíga upp úr þessum leiðinlegu meiðslum.
„Ég hef stefnt að þessu en ég ætla bara að taka því rólega og sjá hvað setur," sagði Munda en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir