Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 27. apríl 2024 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Kvenaboltinn
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og er byrjuð að spila með Breiðabliki. Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að hún myndi spila mikið með Blikum í sumar en hún fékk um hálftíma inn á vellinum í dag.

Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

„Það er alltaf gott að komast á Kópavogsvöll og ég er mjög ánægð með að vera komin heim," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta verið upp og niður í Bandaríkjunum. Ég er á uppleið eftir höfuðhögg en þetta hefur verið bæði og í rauninni. Ég kom við sögu í einhverjum þremur leikjum áður en ég kom aftur heim núna."

„Þetta er búið að taka á, en maður tekur því bara. Staðan er fín núna, í raun. Ég er enn að takast á við eitthvað en er að verða mun betri."

Hún segir það gott að vera komin heim núna en ætlar að taka því rólega á meðan hún er að stíga upp úr þessum leiðinlegu meiðslum.

„Ég hef stefnt að þessu en ég ætla bara að taka því rólega og sjá hvað setur," sagði Munda en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner