Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 27. apríl 2024 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Kvenaboltinn
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og er byrjuð að spila með Breiðabliki. Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að hún myndi spila mikið með Blikum í sumar en hún fékk um hálftíma inn á vellinum í dag.

Munda stundar nám við Harvard háskóla, einn virtasta skóla í heimi, en hún kom heim síðasta fimmtudag. Hún hefur ekki spilað mikið úti þar sem hún hefur verið að takast á við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

„Það er alltaf gott að komast á Kópavogsvöll og ég er mjög ánægð með að vera komin heim," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta verið upp og niður í Bandaríkjunum. Ég er á uppleið eftir höfuðhögg en þetta hefur verið bæði og í rauninni. Ég kom við sögu í einhverjum þremur leikjum áður en ég kom aftur heim núna."

„Þetta er búið að taka á, en maður tekur því bara. Staðan er fín núna, í raun. Ég er enn að takast á við eitthvað en er að verða mun betri."

Hún segir það gott að vera komin heim núna en ætlar að taka því rólega á meðan hún er að stíga upp úr þessum leiðinlegu meiðslum.

„Ég hef stefnt að þessu en ég ætla bara að taka því rólega og sjá hvað setur," sagði Munda en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner