Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   lau 27. apríl 2024 20:12
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum komin með forystuna en þær jöfnuðu leikinn. Þetta var hörkuleikur og vissulega hefðum við viljað og teljum okkur hafa átt það skilið að ná í þrjú stig.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis að loknum nýliðaslag Víkings og Fylkis í Vikinni í dag sem lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Fylkisliðið lent í mótlæti á vellinum í fyrri hálfleik svo að segja. Fyrst var dæmd vítaspyrna á Tinnu Brá Magnúsdóttur markvörð þeirra sem bætti fyrir mistök sína og varði spyrnu Shainu Ashouri. Þá gerði Mist Funadóttir sig seka um mistök þegar Víkingar komust yfir á 43. mínútu þegar hún átti slæma sendingu sem mark kom upp úr. Mínútu síðar hafði hún rétt sinn hlut við með glæsilegu marki og jafnaði þar með leikinn.

„Stórkostlegt að sjá hvernig Mist brást við fyrsta markinu þeirra þar sem að hún átti feilsendingu. Alvöru leikmenn gera eins hún gerði, óð bara upp völlinn, vann boltann og smellti honum í hornið fjær. Efast um að það hafi liðið mínúta frá því þær komust yfir. Þetta lýsir svolítið karakternum í þessum stelpum. Þær eru ótrúlega öflugar og flottar.“

Mætir dóttur sinni í næstu umferð.
Gunnar Magnús hefur í mörg horn að líta í boltanum þessa daganna en auk þess að þjálfa lið Fylkis er hann eflaust vakinn og sofinn yfir því að fylgja Sigurbjörgu Diljá Gunnarsdóttur dóttur sinni sem fædd er árið 2008 eftir en hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Keflavíkur á tímabilinu án þess þó að karl faðir hennar hafi komist á völlinn vegna leikja Fylkis. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því fyrir næstu umferð þar sem mótherjinn er einmitt Keflavík.

„Þetta er alltaf tvöfalt streitustig á mér. Ofboðslega leiðinlegt að geta ekki fylgst með henn taka sín fyrstu spor byrjandi inn á gegn Blikum og Stjörnunni í dag. Ég neita því ekkert að ég var í skjánum að fylgjast með fyrir þennan leik í Keflavíkinni. Þetta er jú dóttir manns og það er erfitt að vera fjarri því. En það vill svo til að næsti leikur er gegn Keflavík svo að vikan á heimilinu hún verður eitthvað sérstök. Þannig að ég næ að sjá næsta leik með henni.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner