Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 27. apríl 2024 20:12
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum komin með forystuna en þær jöfnuðu leikinn. Þetta var hörkuleikur og vissulega hefðum við viljað og teljum okkur hafa átt það skilið að ná í þrjú stig.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis að loknum nýliðaslag Víkings og Fylkis í Vikinni í dag sem lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Fylkisliðið lent í mótlæti á vellinum í fyrri hálfleik svo að segja. Fyrst var dæmd vítaspyrna á Tinnu Brá Magnúsdóttur markvörð þeirra sem bætti fyrir mistök sína og varði spyrnu Shainu Ashouri. Þá gerði Mist Funadóttir sig seka um mistök þegar Víkingar komust yfir á 43. mínútu þegar hún átti slæma sendingu sem mark kom upp úr. Mínútu síðar hafði hún rétt sinn hlut við með glæsilegu marki og jafnaði þar með leikinn.

„Stórkostlegt að sjá hvernig Mist brást við fyrsta markinu þeirra þar sem að hún átti feilsendingu. Alvöru leikmenn gera eins hún gerði, óð bara upp völlinn, vann boltann og smellti honum í hornið fjær. Efast um að það hafi liðið mínúta frá því þær komust yfir. Þetta lýsir svolítið karakternum í þessum stelpum. Þær eru ótrúlega öflugar og flottar.“

Mætir dóttur sinni í næstu umferð.
Gunnar Magnús hefur í mörg horn að líta í boltanum þessa daganna en auk þess að þjálfa lið Fylkis er hann eflaust vakinn og sofinn yfir því að fylgja Sigurbjörgu Diljá Gunnarsdóttur dóttur sinni sem fædd er árið 2008 eftir en hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Keflavíkur á tímabilinu án þess þó að karl faðir hennar hafi komist á völlinn vegna leikja Fylkis. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því fyrir næstu umferð þar sem mótherjinn er einmitt Keflavík.

„Þetta er alltaf tvöfalt streitustig á mér. Ofboðslega leiðinlegt að geta ekki fylgst með henn taka sín fyrstu spor byrjandi inn á gegn Blikum og Stjörnunni í dag. Ég neita því ekkert að ég var í skjánum að fylgjast með fyrir þennan leik í Keflavíkinni. Þetta er jú dóttir manns og það er erfitt að vera fjarri því. En það vill svo til að næsti leikur er gegn Keflavík svo að vikan á heimilinu hún verður eitthvað sérstök. Þannig að ég næ að sjá næsta leik með henni.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner