Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 27. apríl 2024 20:12
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum komin með forystuna en þær jöfnuðu leikinn. Þetta var hörkuleikur og vissulega hefðum við viljað og teljum okkur hafa átt það skilið að ná í þrjú stig.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis að loknum nýliðaslag Víkings og Fylkis í Vikinni í dag sem lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Fylkisliðið lent í mótlæti á vellinum í fyrri hálfleik svo að segja. Fyrst var dæmd vítaspyrna á Tinnu Brá Magnúsdóttur markvörð þeirra sem bætti fyrir mistök sína og varði spyrnu Shainu Ashouri. Þá gerði Mist Funadóttir sig seka um mistök þegar Víkingar komust yfir á 43. mínútu þegar hún átti slæma sendingu sem mark kom upp úr. Mínútu síðar hafði hún rétt sinn hlut við með glæsilegu marki og jafnaði þar með leikinn.

„Stórkostlegt að sjá hvernig Mist brást við fyrsta markinu þeirra þar sem að hún átti feilsendingu. Alvöru leikmenn gera eins hún gerði, óð bara upp völlinn, vann boltann og smellti honum í hornið fjær. Efast um að það hafi liðið mínúta frá því þær komust yfir. Þetta lýsir svolítið karakternum í þessum stelpum. Þær eru ótrúlega öflugar og flottar.“

Mætir dóttur sinni í næstu umferð.
Gunnar Magnús hefur í mörg horn að líta í boltanum þessa daganna en auk þess að þjálfa lið Fylkis er hann eflaust vakinn og sofinn yfir því að fylgja Sigurbjörgu Diljá Gunnarsdóttur dóttur sinni sem fædd er árið 2008 eftir en hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Keflavíkur á tímabilinu án þess þó að karl faðir hennar hafi komist á völlinn vegna leikja Fylkis. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því fyrir næstu umferð þar sem mótherjinn er einmitt Keflavík.

„Þetta er alltaf tvöfalt streitustig á mér. Ofboðslega leiðinlegt að geta ekki fylgst með henn taka sín fyrstu spor byrjandi inn á gegn Blikum og Stjörnunni í dag. Ég neita því ekkert að ég var í skjánum að fylgjast með fyrir þennan leik í Keflavíkinni. Þetta er jú dóttir manns og það er erfitt að vera fjarri því. En það vill svo til að næsti leikur er gegn Keflavík svo að vikan á heimilinu hún verður eitthvað sérstök. Þannig að ég næ að sjá næsta leik með henni.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner