Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   lau 27. apríl 2024 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Beggi varð tvítugur í mars. Hann á að baki 48 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað eitt mark.
Beggi varð tvítugur í mars. Hann á að baki 48 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað eitt mark.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lék sjö leiki með HK síðasta sumar, var þar á láni seinni hluta tímabilsins.
Lék sjö leiki með HK síðasta sumar, var þar á láni seinni hluta tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á að baki sextán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af þrettán fyrir U19.
Á að baki sextán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af þrettán fyrir U19.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Það er mjög góð stemning í kringum hann'
'Það er mjög góð stemning í kringum hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera orðinn Fylkismaður er mjög góð, geggjaður hópur, flottir þjálfarar og mér líst mjög vel á þetta," sagði Sigurbergur Áki Jörundsson í viðtali við Fótbolta.net í gær. Beggi, eins og hann er oftast kallaður, var keyptur til Fylkis frá Stjörnunni á miðvikudag- lokadegi félagaskiptagluggans.

„Mér fannst þetta vera rétta skrefið núna, þeir sýndu áhuga og mér líst mjög vel á verkefnið sem er í gangi í Fylki. Ég sé þetta sem tækifæri á að spila fótbolta."

„Nei, ég get ekki sagt að aðdragandinn hafi verið langur. Þetta var mjög stuttur fyrirvari. En mér líst mjög vel á þetta og er spenntur fyrir komandi tímum. Það voru nokkrir kostir í stöðunni en mér leist langbest á Fylki."

„Hópurinn er ungur og skemmtilegur, góður þjálfari og umgjörðin í kringum þetta allt er geðveik."


Heyrt í mörg ár að hann myndi færast í miðvörðinn
Beggi hefur meira spila miðsvæðis á sínum ferli heldur en annað en nú hefur hann fært sig í miðvörðinn.

„Það hefur verið sagt við mig síðan ég var í 4. flokki að ég myndi enda sem miðvörður. Ég ætla reyna á það núna, sjá hvernig það gengur. Ég er góður að spila boltanum út úr vörninni sem hentar nútíma hafsentum. Um leið og ég læri varnarleikinn upp á tíu þá er ég í mjög góðum málum held ég. Það er alltaf möguleiki (á að spila á miðjunni ef Rúnar biður um það), ég er klár í hvað sem er."

Mikil stemning á Egilsstöðum
Hann spilaði sinn fyrsta leik með Fylki á fimmtudag þegar Fylkir heimsótti Hött/Huginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það var stemning, beint á Egilsstaði og þetta var bara geðveikt, hörkuleikur og þeir komu mér á óvart. Já, það kom mér á óvart að fá 90 mínútur, það er geðveikt, við unnum og það er það sem skiptir máli. Áhorfendurnir voru geðveikir, mikil stemning og gott að við komumt áfram. Það var gott að fara í þetta langa ferðalag og kynnast hópnum betur. Ég þekkti nokkra fyrir sem hjálpuðu mér í gegnum þetta."

Hver er svona mesti sprellarinn þessa fyrstu daga hjá Fylki? „Bara miðað við ferðina í gær þá er það Teddi (Theodór Ingi Óskarsson). Það er algjör kóngur."

Alltaf gott að hafa samkeppni
Fylkir er með öflugt miðvarðapar í þeim Ásgeiri Eyþórssyni og Orra Sveini Stefánssyni. Hvernig líst Begga á samkeppnina?

„Mér líst mjög vel á það, alltaf gott að hafa samkeppni. Þeir tveir hafa náttúrulega lengi spilað saman þannig þetta verður bara skemmtilegt og spennandi."

Hittir aftur fyrir gamla íþróttakennarann
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, er fyrrum þjálfari Stjörnunnar. „Ég náði alveg að æfa með meistaraflokki og vera með hann sem þjálfara í eitt tímabil. Ég þekki hann mjög vel, hann var íþróttakennarinn minn í Garðaskóla. Það er mjög góð stemning í kringum hann."

Erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið
Var erfitt að fara frá Stjörnunni?

„Já, það var það. Þetta er uppeldisklúbburinn og ég ber miklar tilfinningar til Stjörnunnar. Geggjaður hópur og ég er búinn að þekkja þá alla mjög lengi. Ég taldi þetta vera ákvörðun sem væri mikilvæg núna fyrrir mig og stend með henni. Það er númer 1,2 og 3, njóta fótboltans og spila."

„Það var alveg (samtal um að vera áfram í Stjörnunni). En eins og ég segi þá taldi ég þetta vera best fyrir mig núna, prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt."


Mætir gömlu félögunum í deildinni og í bikarnum
Fylkir fær HK í næstu umferð bikarsins. Beggi var á láni hjá HK á síðasta tímabili. „Mér líst mjög vel á það, mínir gömlu félagar. Það verður skemmtilegur leikur og ég er spenntur fyrir því. "

Í næsta leik hins vegar, á mánudag, þá mætir Fylkir liði Stjörnunnar í 4. umferð Bestu deildarinnar.

„Það verður skrítið að mæta Stjörnunni, get alveg viðurkennt það. Það verður skemmtilegt að spila við alla vini sína og aðeins að gera þeim erfitt fyrir," sagði Beggi að lokum.
Athugasemdir
banner