Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 27. apríl 2024 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Beggi varð tvítugur í mars. Hann á að baki 48 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað eitt mark.
Beggi varð tvítugur í mars. Hann á að baki 48 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað eitt mark.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lék sjö leiki með HK síðasta sumar, var þar á láni seinni hluta tímabilsins.
Lék sjö leiki með HK síðasta sumar, var þar á láni seinni hluta tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á að baki sextán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af þrettán fyrir U19.
Á að baki sextán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af þrettán fyrir U19.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Það er mjög góð stemning í kringum hann'
'Það er mjög góð stemning í kringum hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera orðinn Fylkismaður er mjög góð, geggjaður hópur, flottir þjálfarar og mér líst mjög vel á þetta," sagði Sigurbergur Áki Jörundsson í viðtali við Fótbolta.net í gær. Beggi, eins og hann er oftast kallaður, var keyptur til Fylkis frá Stjörnunni á miðvikudag- lokadegi félagaskiptagluggans.

„Mér fannst þetta vera rétta skrefið núna, þeir sýndu áhuga og mér líst mjög vel á verkefnið sem er í gangi í Fylki. Ég sé þetta sem tækifæri á að spila fótbolta."

„Nei, ég get ekki sagt að aðdragandinn hafi verið langur. Þetta var mjög stuttur fyrirvari. En mér líst mjög vel á þetta og er spenntur fyrir komandi tímum. Það voru nokkrir kostir í stöðunni en mér leist langbest á Fylki."

„Hópurinn er ungur og skemmtilegur, góður þjálfari og umgjörðin í kringum þetta allt er geðveik."


Heyrt í mörg ár að hann myndi færast í miðvörðinn
Beggi hefur meira spila miðsvæðis á sínum ferli heldur en annað en nú hefur hann fært sig í miðvörðinn.

„Það hefur verið sagt við mig síðan ég var í 4. flokki að ég myndi enda sem miðvörður. Ég ætla reyna á það núna, sjá hvernig það gengur. Ég er góður að spila boltanum út úr vörninni sem hentar nútíma hafsentum. Um leið og ég læri varnarleikinn upp á tíu þá er ég í mjög góðum málum held ég. Það er alltaf möguleiki (á að spila á miðjunni ef Rúnar biður um það), ég er klár í hvað sem er."

Mikil stemning á Egilsstöðum
Hann spilaði sinn fyrsta leik með Fylki á fimmtudag þegar Fylkir heimsótti Hött/Huginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það var stemning, beint á Egilsstaði og þetta var bara geðveikt, hörkuleikur og þeir komu mér á óvart. Já, það kom mér á óvart að fá 90 mínútur, það er geðveikt, við unnum og það er það sem skiptir máli. Áhorfendurnir voru geðveikir, mikil stemning og gott að við komumt áfram. Það var gott að fara í þetta langa ferðalag og kynnast hópnum betur. Ég þekkti nokkra fyrir sem hjálpuðu mér í gegnum þetta."

Hver er svona mesti sprellarinn þessa fyrstu daga hjá Fylki? „Bara miðað við ferðina í gær þá er það Teddi (Theodór Ingi Óskarsson). Það er algjör kóngur."

Alltaf gott að hafa samkeppni
Fylkir er með öflugt miðvarðapar í þeim Ásgeiri Eyþórssyni og Orra Sveini Stefánssyni. Hvernig líst Begga á samkeppnina?

„Mér líst mjög vel á það, alltaf gott að hafa samkeppni. Þeir tveir hafa náttúrulega lengi spilað saman þannig þetta verður bara skemmtilegt og spennandi."

Hittir aftur fyrir gamla íþróttakennarann
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, er fyrrum þjálfari Stjörnunnar. „Ég náði alveg að æfa með meistaraflokki og vera með hann sem þjálfara í eitt tímabil. Ég þekki hann mjög vel, hann var íþróttakennarinn minn í Garðaskóla. Það er mjög góð stemning í kringum hann."

Erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið
Var erfitt að fara frá Stjörnunni?

„Já, það var það. Þetta er uppeldisklúbburinn og ég ber miklar tilfinningar til Stjörnunnar. Geggjaður hópur og ég er búinn að þekkja þá alla mjög lengi. Ég taldi þetta vera ákvörðun sem væri mikilvæg núna fyrrir mig og stend með henni. Það er númer 1,2 og 3, njóta fótboltans og spila."

„Það var alveg (samtal um að vera áfram í Stjörnunni). En eins og ég segi þá taldi ég þetta vera best fyrir mig núna, prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt."


Mætir gömlu félögunum í deildinni og í bikarnum
Fylkir fær HK í næstu umferð bikarsins. Beggi var á láni hjá HK á síðasta tímabili. „Mér líst mjög vel á það, mínir gömlu félagar. Það verður skemmtilegur leikur og ég er spenntur fyrir því. "

Í næsta leik hins vegar, á mánudag, þá mætir Fylkir liði Stjörnunnar í 4. umferð Bestu deildarinnar.

„Það verður skrítið að mæta Stjörnunni, get alveg viðurkennt það. Það verður skemmtilegt að spila við alla vini sína og aðeins að gera þeim erfitt fyrir," sagði Beggi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner