Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 27. apríl 2024 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Nik á hliðarlínunni í dag.
Nik á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að tala um það að vera á toppnum núna, en það var mikilvægt að ná í annan sigur í dag," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Blikar voru sterkari aðilinn í dag en þær geta þakkað Telmu Ívarsdóttir fyrir stigin þrjú þar sem hún varði frábærlega seint í leiknum í stöðunni 1-0.

„Telma vann leikinn fyrir okkur. Við fengum fullt af stöðum og tækifærum en tókum slæmar ákvarðanir. Fyrirgjafirnar voru stundum eins og æfingaboltar. En við vorum miklu betri í dag með boltann en í síðustu viku gegn Keflavík. Það var gott. En eins og ég segi þá vann Telma leikinn fyrir okkur."

„Telma hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum og þannig var það sama í seinni hálfleik. Þú vilt þetta frá góðum markverði, þegar þú þarft á þeim halda þá stígi þeir upp. Hún gerði það í dag,"

Nik kveðst ánægður í nýju félagi og sérstaklega er hann sáttur með byrjunina á tímabilinu.

„Ég hlakka til að sjá hvað við getum gert," sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner