Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 27. apríl 2024 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Nik á hliðarlínunni í dag.
Nik á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að tala um það að vera á toppnum núna, en það var mikilvægt að ná í annan sigur í dag," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Blikar voru sterkari aðilinn í dag en þær geta þakkað Telmu Ívarsdóttir fyrir stigin þrjú þar sem hún varði frábærlega seint í leiknum í stöðunni 1-0.

„Telma vann leikinn fyrir okkur. Við fengum fullt af stöðum og tækifærum en tókum slæmar ákvarðanir. Fyrirgjafirnar voru stundum eins og æfingaboltar. En við vorum miklu betri í dag með boltann en í síðustu viku gegn Keflavík. Það var gott. En eins og ég segi þá vann Telma leikinn fyrir okkur."

„Telma hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum og þannig var það sama í seinni hálfleik. Þú vilt þetta frá góðum markverði, þegar þú þarft á þeim halda þá stígi þeir upp. Hún gerði það í dag,"

Nik kveðst ánægður í nýju félagi og sérstaklega er hann sáttur með byrjunina á tímabilinu.

„Ég hlakka til að sjá hvað við getum gert," sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner