„Það er hægt að tala um það að vera á toppnum núna, en það var mikilvægt að ná í annan sigur í dag," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag.
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Tindastóll
Blikar voru sterkari aðilinn í dag en þær geta þakkað Telmu Ívarsdóttir fyrir stigin þrjú þar sem hún varði frábærlega seint í leiknum í stöðunni 1-0.
„Telma vann leikinn fyrir okkur. Við fengum fullt af stöðum og tækifærum en tókum slæmar ákvarðanir. Fyrirgjafirnar voru stundum eins og æfingaboltar. En við vorum miklu betri í dag með boltann en í síðustu viku gegn Keflavík. Það var gott. En eins og ég segi þá vann Telma leikinn fyrir okkur."
„Telma hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum og þannig var það sama í seinni hálfleik. Þú vilt þetta frá góðum markverði, þegar þú þarft á þeim halda þá stígi þeir upp. Hún gerði það í dag,"
Nik kveðst ánægður í nýju félagi og sérstaklega er hann sáttur með byrjunina á tímabilinu.
„Ég hlakka til að sjá hvað við getum gert," sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir