Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 27. apríl 2024 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Kvenaboltinn
Nik á hliðarlínunni í dag.
Nik á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að tala um það að vera á toppnum núna, en það var mikilvægt að ná í annan sigur í dag," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Blikar voru sterkari aðilinn í dag en þær geta þakkað Telmu Ívarsdóttir fyrir stigin þrjú þar sem hún varði frábærlega seint í leiknum í stöðunni 1-0.

„Telma vann leikinn fyrir okkur. Við fengum fullt af stöðum og tækifærum en tókum slæmar ákvarðanir. Fyrirgjafirnar voru stundum eins og æfingaboltar. En við vorum miklu betri í dag með boltann en í síðustu viku gegn Keflavík. Það var gott. En eins og ég segi þá vann Telma leikinn fyrir okkur."

„Telma hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum og þannig var það sama í seinni hálfleik. Þú vilt þetta frá góðum markverði, þegar þú þarft á þeim halda þá stígi þeir upp. Hún gerði það í dag,"

Nik kveðst ánægður í nýju félagi og sérstaklega er hann sáttur með byrjunina á tímabilinu.

„Ég hlakka til að sjá hvað við getum gert," sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner