Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   lau 27. apríl 2024 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Nik á hliðarlínunni í dag.
Nik á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að tala um það að vera á toppnum núna, en það var mikilvægt að ná í annan sigur í dag," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið er að fara vel af stað undir stjórn Nik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Blikar voru sterkari aðilinn í dag en þær geta þakkað Telmu Ívarsdóttir fyrir stigin þrjú þar sem hún varði frábærlega seint í leiknum í stöðunni 1-0.

„Telma vann leikinn fyrir okkur. Við fengum fullt af stöðum og tækifærum en tókum slæmar ákvarðanir. Fyrirgjafirnar voru stundum eins og æfingaboltar. En við vorum miklu betri í dag með boltann en í síðustu viku gegn Keflavík. Það var gott. En eins og ég segi þá vann Telma leikinn fyrir okkur."

„Telma hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum og þannig var það sama í seinni hálfleik. Þú vilt þetta frá góðum markverði, þegar þú þarft á þeim halda þá stígi þeir upp. Hún gerði það í dag,"

Nik kveðst ánægður í nýju félagi og sérstaklega er hann sáttur með byrjunina á tímabilinu.

„Ég hlakka til að sjá hvað við getum gert," sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner