PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   lau 27. apríl 2024 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: VAR hefur skaðað ímynd enska boltans
Mynd: Getty Images
Það sauð á Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, eftir 2-2 jafnteflið gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld, en talaði sérstaklega um markið sem dæmt var af Axel Disasi í uppbótartíma.

Chelsea taldi sig hafa fullkomnað magnaða endurkomu sína er Disasi stangaði boltanum í slá og inn.

Markið var tekið af Chelsea þar sem Benoit Badiashile ýtti í bakið á Diego Carlos í aðdraganda marksins. Dómarinn dæmdi á atvikið og staðfesti síðan dóm sinn með hjálp VAR.

Badiashile fór vissulega hressilega inn í Carlos, sem skapaði pláss fyrir franska leikmanninn til að lyfta boltanum inn í teig á Disasi, en Pochettino segir að það yrðu margar aukaspyrnur og spjöld ef að þetta er línan.

„Allir sem horfðu á leikinn eru vonsviknir eftir að hafa horft á þennan leik. Dómarinn sagði að þetta væri brot og tók markið af og fór síðan í VAR til að staðfesta dóminn.“

„Dómarinn er ótrúlegur og þetta er bara fáránlegt. Það er erfitt að sætta sig við þetta. Eins og þetta með það sem gerðist í undanúrslitum gegn Manchester City þar sem það var hendi en engin vítaspyrna dæmd. Dómarinn skoðaði það ekki einu sinni.“

„Þetta er sársaukafullt en líka af því þetta hefur skaðað enska boltann og ég held að leikmenn og stuðningsmenn Villa hafi ekki skilið af hverju markið var dæmt af.

„Þeir sögðu að þetta væri braut en ef þú skoðar atvikið og hvað gerðist í því þá yrði dæmt brot í hvert einasta sinn sem við myndum fara í svona einvígi og ekki klára leikinn með ellefu leikmenn.“

„Við getum talað um frammistöðuna eða þessa ákvörðun, en þetta er að eyðileggja leikinn,“
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner