Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 18. mars 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Hópur Kasakstan gegn Íslandi - Leynivopninu spilað
Alexander Merkel er í liði Kasakstan.
Alexander Merkel er í liði Kasakstan.
Mynd: Getty Images
Yuri Krasnozhan, landsliðsþjálfari Kasakstan, hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 þann 28. mars næstkomandi.

Nýr leikmaður var valinn í liðið og heitir hann Alexander Merkel. Hann er fyrrum leikmaður AC Milan og spilar nú með Grasshopper í Sviss á láni frá Udinese.

Hann fæddist í Kasakstan en fluttist til Þýskalands sex ára gamall. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands og þótti gríðarlegt efni á sínum tíma. Fór hann 16 ára gamall til AC Milan en stóðst ekki undir væntingum.

Þó er ljóst að þarna er kominn leikmaður sem er í öðrum gæðaflokki en margir aðrir leikmenn Kasakstan og gæti hann valdið íslenska liðinu vandræðum.

Hér að neðan má sjá hópinn, en langflestir leikmenn spila í heimalandinu. Lið þeirra eru innan sviga.

Markverðir: Vladimir Loginovskiy ("Astana"), Vladimir Plotnikov ("Kairat"), Stas Pokatilov ("Aktobe"), Nenad Erich ("Astana")

Varnarmenn: Renat Abdulin ("Ordabasy") Eldos Akhmetov ("Astana"), Abzal Beisebekov ("Astana"), Ilya Vorotnikov ("Taraz"), Mark Gurman ("Kairat"), Ermek Kuantan ("Kairat") Yuri Logvinenko ("Aktobe"), Sergei Small ("Ordabasy") Gafurjan Suyumbaev ("Ordabasy"), Dmitry Shomko ("Astana"), Konstantin Engel ("Ingolstadt", Þýskalandi)

Miðjumenn: Aslan Darabaev ("Kairat") Bauirzhan Dzholchiev ("Astana"), Georgy Zhukov ("Astana"), Bauyrzhan Islamhan ("Kairat"), Ulan Konysbaev ("Astana"), Alexander Merkel ("Grasshopper", Sviss ), Azat Nurgaliyev ("Ordabasy"), Samat Smakov ("Irtysh") Ashat Tagybergen ("Aktobe");

Sóknarmenn: Tokhtar Zhangylyshbay ("Astana"), Daurenbek Tazhimbetov ("Ordabasy"), Sergey Hizhnichenko ("Aktobe"), Alex Shchetkin ("Astana"). 
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner