Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 19. október 2016 11:57
Elvar Geir Magnússon
„Rétti tíminn til að koma úr skápnum"
Chris Sutton.
Chris Sutton.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, telur að það hafi ekki verið betri tími fyrir samkynhneigða fótboltamenn að koma út úr skápnum eins og einmitt í dag.

Greg Clarke, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, sagði á mánudag að hann óttaðist að ef leikmaður myndi opinbera að hann væri samkynhneigður yrði hann fyrir miklum ofsóknum.

Sutton segist vera algjörlega ósammála og að Clarke sé þarna að skapa aðra hindrun óafvitandi.

„Það hefur aldrei verið betri tími fyrir fótboltamann að stíga fram og opinbera samkynhneigð sína. Það væri það besta sem kæmi fyrir umræðuna og fordóma gagnvart samkynhneigðum," segir Sutton sem spilaði með Norwich, Blackburn og Celtic á ferlinum.

„Ef einhver leikmaður kæmi út úr skápnum myndi ég hugsa: Gott hjá þér en þetta breytir engu fyrir mig. - Ég er viss um að 99,9% fólks myndi hugsa það sama. En eigum við að fara eftir því sem 0,1% myndu bregðast við?"

„Stuðningsmenn hans liðs myndu sýna stuðning, einhverjir stuðningsmenn andstæðingana myndu ekki gera."

Justin Fashanu, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, varð fyrsti leikmaðurinn í Englandi til að koma út úr skápnum 1990. Hann tók eigið líf 37 ára gamall 1998. Síðan hefur enginn karlkyns leikmaður í landinu opinberað samkynhneigð sína.

Í janúar 2014 varð Thomas Hitzlsperger, fyrrum leikmaður Aston Villa, fyrsti leikmaðurinn sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni til að opinbera samkynhneigð sína. Það gerði hann eftir að ferli hans á Englandi var lokið.
Athugasemdir
banner
banner