Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 05. janúar 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Wenger hvetur til þess að gerð verði bíómynd um Weah
Er Baltasar að lesa þessa frétt?
Er Baltasar að lesa þessa frétt?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið boðskort á athöfn í Libíu þar sem George Weah tekur formlega við sem forseti landsins síðar í þessum mánuði.

Wenger var stjóri Weah hjá Mónakó í Frakklandi 1988-1992.

„Mér hefur verið boðið en býst ekki við að komast. Ef ég fer í bann fyrir ummæli mín um dómgæslu þá mun ég hafa tíma!" sagði Wenger kíminn við BBC.

„Það þarf að gera kvikmynd um líf þessa gaurs. Það er ótrúlegt. Það er hægt að gera frábæra mynd."

„Ég man þegar ég sá hann fyrst hjá Mónakó, hann var nokkuð týndur og þekkti engan. Enginn mat hann sem leikmann en hann varð besti leikmaður heims 1995 og er í dag orðinn forseti þjóðar sinnar."

Wenger segist hafa fengið að kynnast því hversu mikið Weah elskar landið sitt.

„Ég var með George þegar það var stríð í Líberíu og það sást hvað hann þjáðist með þjóð sinni. Það tóku allir eftir ást hans á landinu og fólkinu þar. Hann grét. Þetta er svo falleg saga," segir Wenger.

„Ég vona að hann eigi góða forsetatíð. Þessi gaur er góð fyrirmynd fyrir alla sem spila fótbolta í dag."

Líbería er lítið ríki á vesturströnd Afríku en þar fæddist Weah árið 1966. Hann er eini Afríkumaðurinn sem hefur unnið gullknöttinn, Ballon d’Or. Weah lék sem sóknarmaður með Paris Saint-Germain, AC Milan, Chelsea og Manchester City áður en hann snéri aftur til Frakklands og gekk í raðir Marseille.

Hann vann ítalska meistaratitilinn tvívegis með AC Milan og afrekaði það að verða markakóngur Meistaradeildarinnar 1995. Sama ár vann hann gullknöttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner