Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Stjarnan kláraði ÍA á fimmtán mínútum
Guðmundur Baldvin Nökkvason kom að þremur mörkum Stjörnunnar
Guðmundur Baldvin Nökkvason kom að þremur mörkum Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Frosti skoraði með föstu skoti
Róbert Frosti skoraði með föstu skoti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4 - 1 ÍA
0-1 Hinrik Harðarson ('9 )
1-1 Emil Atlason ('28 )
2-1 Róbert Frosti Þorkelsson ('60 )
3-1 Óli Valur Ómarsson ('64 )
4-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('75 )
Lestu um leikinn

Stjörnumenn unnu þriðja leik sinn í röð í Bestu deild karla er ÍA kom í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabæð. Heimamenn kláruðu gestina á fimmtán mínútum í síðari hálfleik í 4-1 sigri.

Hinrik Harðarson kom ÍA yfir á 9. mínútu. Einfalt mark, þar sem Árni Salvar Heimisson kom með fyrirgjöf inn í teiginn á Hinrik sem kláraði vel fram hjá Árna Snæ Ólafssyni.

Steinar Þorsteinsson var ekki langt frá því að tvöfalda forystuna er hann slapp í gegn en þrumaði boltanum yfir markið. Dýrkeypt klúður því Stjörnumenn unnu sig betur inn í hlutina og fengu jöfnunarmark á 28. mínútu.

Andri Adolphsson kom boltanum inn á Jóhann Árna Gunnarsson sem átti þennan fína bolta á kollinn á Emil Atlasyni, sem stangaði hann síðan í netið.

Skagamenn voru þéttir varnarlega en sáu lítið af boltanum í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn voru ekki að ná að skapa sér nægilega hættuleg færi en það breyttist í síðari hálfleiknum.

Róbert Frosti Þorkelsson kom Stjörnunni yfir á 60. mínútu með þessu svakalega skoti fyrir utan teig. Fast skot sem Árni Marinó Einarsson réði ekki við.

Fjórum mínútum síðar bætti Óli Valur Ómarsson við þriðja marki heimamanna. Guðmundur Baldvin Nökkvason með sendinguna sem Emil rétt missti af en Óli Valur mættur á fjær til að klára færið.

Skagamenn sköpuðu sér smá hættu næstu mínútur en náðu ekki að gera sér mat úr því. Stjarnan refsaði í kjölfarið með fjórða markinu og var það Guðmundur Baldvin sem skallaði boltann í markið af 30 sentimetra færi eftir að Árni Marinó hafði varið skot Örvars Eggertssonar.

Þægilegur og sannfærandi sigur Stjörnunnar, sem var að vinna sinn þriðja leik í röð og er nú með 9 stig. ÍA er á meðan með 6 stig en liðið var að tapa öðrum leik sínum í röð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner