Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Hilmir Rafn og Jón Dagur á skotskónum - Sverrir Ingi lagði upp sigurmarkið í titilbaráttuslag
Jón Dagur var flottur gegn Standard Liege
Jón Dagur var flottur gegn Standard Liege
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn skoraði fyrir Kristiansund
Hilmir Rafn skoraði fyrir Kristiansund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi hjálpaði Midtjylland að halda sér í titilbaráttunni
Sverrir Ingi hjálpaði Midtjylland að halda sér í titilbaráttunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Dagur Þorsteinsson átti stórleik með belgíska liðinu Leuven sem vann 3-1 sigur á Standard Liege í Evrópuriðli deildarinnar í dag. Sverrir Ingi Ingason lagði þá upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

Íslendingarnir í Evrópuboltanum hafa heldur betur verið að láta til sín taka í dag.

Fullt af mikilvægum mörkum og hélt það áfram seinni hluta dagsins.

Jón Dagur lagði upp annað mark Leuven og skoraði síðan þriðja í 3-1 sigri á Standard Liege. Leuven er að spila upp á stoltið þar sem það á ekki möguleika á Evrópusæti lengur.

Íslenski landsliðsmaðurinn er kominn með fimm mörk og sjö stoðsendingar í deildinni á tímabilinu en Leuven situr í 4. sæti Evrópuriðilsins með 26 stig.

Orri Steinn Óskarsson byrjaði í 3-0 sigri FCK á Silkeborg. Hann skoraði þrennu af bekknum í síðasta leik en komst ekki á blað í dag. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK en Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg.

FCK er enn í titilbaráttunni, nú í öðru sæti með 55 stig, en Sverrir Ingi Ingason og hans menn í Midtjylland náðu að opna baráttuna upp á gátt með því að vinna topplið Bröndby, 3-2.

Sverrir Ingi lagði upp sigurmark Midtjylland í leiknum, en liðið er í 3. sæti með 55 stig eins og FCK, en Bröndby er með 56 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði eina mark Kristiansund sem gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam í norsku úrvalsdeildinni. Brynjólfur Andersen Willumsson og Hilmir voru í byrjunarliði Kristiansund en Viðar Ari Jónsson kom inn af bekknum hjá Ham/Kam. Brynjar Ingi Bjarnason var á bekknum en kom ekkert við sögu.

Kristiansund er með 9 stig í 7. sæti en Ham/Kam í næst neðsta sæti með 3 stig.

Lærisveinars Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund töpuðu fyrir KFUM Oslo, 1-0. Haugesund hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð en liðið er með sex stig eftir sex leiki.

Júlíus Magnússon var á miðsvæði Fredrikstad sem vann 2-0 sigur á Odd. Fredrikstad hefur byrjað tímabilið vel en það er í 4. sæti með 11 stig.

Logi Tómasson lék þá allan leikinn í 1-0 tapi Strömsgodset gegn Bodö/Glimt. Strömsgodset er með 11 stig í 5. sæti.

Valgeir Valgeirsson spilaði allan leikinn með Örebro sem gerði 1-1 jafntefli við Östersund í sænsku B-deildinni. Örebro er með 7 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner