Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 07:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 11. umferðar: Margir Eyjamenn og Víkingar
Halldór Smári átti flottan leik í Frostaskjóli.
Halldór Smári átti flottan leik í Frostaskjóli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson hefur verið fjórum sinnum í úrvalsliðinu í sumar.
Almarr Ormarsson hefur verið fjórum sinnum í úrvalsliðinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shahab var maður leiksins í Eyjum.
Shahab var maður leiksins í Eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gærkvöldi með viðureign FH og Stjörnunnar. Leikurinn endaði með dramatískum 3-2 sigri Garðabæjarliðsins þar sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvívegis og lagði upp hitt markið.

Hilmar átti svo sannarlega greiða leið inn í úrvalslið umferðarinnar sem sjá má hér að neðan.



Víkingarnir nýttu fríið vel og komu endurnærðir til baka, unnu 1-0 útisigur gegn KR. Bjarni Páll Linnet Runólfsson skoraði sigurmarkið og er í úrvalsliðinu. Þar eru einnig Halldór Smári Sigurðsson og markvörðurinn Andreas Larsen sem valinn var maður leiksins. Þá er Logi Ólafsson þjálfari umferðarinnar eftir þennan hrikalega mikilvæga sigur.

Fjölnismenn unnu svakalegan sigur gegn Fylki þar sem öll mörkin komu í lokin. Bergsveinn Ólafsson skoraði með skalla og Almarr Ormarsson var valinn maður leiksins. Þetta er í fjórða sinn sem Almarr er valinn í lið umferðarinnar.

Valsmenn eru á kunnuglegum stað, á toppi deildarinnar. Ívar Örn Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu í 2-0 útisigri gegn Keflavík og eru báðir í úrvalsliðinu.

ÍBV vann flottan 3-0 sigur gegn Grindavík á Hásteinsvelli. Shahab Zahedi skoraði tvívegis og þeir Sindri Snær Magnússon og Kaj Leo í Bartalsstovu voru einnig frábærir.

Sjá einnig:
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner