Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 13. ágúst 2018 15:32
Elvar Geir Magnússon
Willian: Væri farinn ef Conte hefði verið áfram
Willian var ekki hrifinn af Conte.
Willian var ekki hrifinn af Conte.
Mynd: Getty Images
Willian, vængmaður Chelsea, segir að það væri ekki möguleiki á því að hann væri áfram hjá félaginu ef Antonio Conte verður enn við stjórnvölinn.

Conte vann enska meistaratitilinn með Chelsea 2017 en var rekinn í júlí eftir að liðið hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Chelsea vann 3-0 gegn Huddersfield í 1. umferð um liðna helgi, fyrsta leiknum undir stjórn Maurizio Sarri.

„Stjórinn segir okkur að spila, njóta okkar á vellinum. Það er gaman að spila á þennan hátt. Við erum með marga leikmenn með gæði sóknarlega, Eden Hazard og Pedro sem dæmi. Þannig leikmenn vilja spila fótbolta," segir Willian.

„Sarri talaði um skemmtilegan fótbolta eftir að hann kom frá Chelsea. Það ætlum við að reyna að gera á þessu tímabili."

Willian er þrítugur og var orðaður við Barcelona, Real Madrid og Manchester United í sumar. Hann var spurður að því hvort hann hefði verið áfram ef Conte hefði ekki verið rekinn?

„Ekki möguleiki," svaraði Willian.

Chelsea mætir Arsenal í næsta deildarleik á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner