Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 19. nóvember 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona hefur áhyggjur af tölvuleikjafíkn Dembele
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Barcelona hafa miklar áhyggjur af Ousmane Dembele en hann hefur alls ekki náð sér á strik síðan hann kom til félagsins í fyrrasumar.

Barcelona borgaði 105 milljónir evra fyrir Dembele í ágúst 2017 og hann var á þeim tíma næstdýrasti leikmaður sögunnar.

Agaleysi Dembele hefur valdið áhyggjum hjá Barcelona á tímabilinu og í dag bárust fréttir af því að hann hefði misst af æfingu í síðustu viku þar sem hann svaf yfir sig.

Dembele var að spila tölvuleiki með vinum sínum fram á nótt og og gleymdi sér. Hann sofnaði seint og vaknaði þegar æfingu var lokið.

Dembele laug því að hann hefði verið með magaverk og því ekki mætt á æfingu en Barcelona telur að tölvuleikjaspilun sé ástæða fyrir því að hann mætti ekki.

Frakkinn hefur áður verið í vandræðum með að mæta á réttum tíma á æfingar og forráðamenn Barcelona vilja nú skoða hvort að hann þurfi að fara í meðhöndlun vegna tölvuleikjafíknar.
Athugasemdir
banner
banner