Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 27. febrúar 2019 16:10
Magnús Már Einarsson
Man City sakað um brot á reglum í kringum samning Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka hvort Manchester City hafi brotið reglur þegar Jadon Sancho kom til félagsins frá Watford árið 2015.

Sancho var þá 14 ára gamall en þýska blaðið Der Spiegel hefur birt ásakanir um að City hafi greitt Emeka Obasi, umboðsmanni Sancho, 200 þúsund pund fyrir félagaskiptin.

Samkvæmt reglum mega leikmenn ekki vera með umboðsmenn fyrr en þeir verða 16 ára gamlir.

„Þetta er hrein og klár tilraun til að skaða orðspor félagsins," sagði Manchester City í yfirlýsingu í dag.

Hinn 18 ára gamli Sancho leikur í dag með Borussia Dortmund þar sem hann hefur gjörsamlega slegið í gegn.
Athugasemdir
banner
banner