Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 11. mars 2019 13:33
Elvar Geir Magnússon
Gummi Ben: Albert lenti í holu
Albert er 21 árs.
Albert er 21 árs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football en þar ræðir hann meðal annars stöðu sonar síns, Alberts Guðmundssonar.

Albert hefur lítið fengið að spila hjá AZ Alkmaar það sem af er árinu 2019 og var ónotaður varamaður í markalausu jafntefli gegn Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir að AZ hafi þurft á marki að halda gerði þjálfarinn, John Van den Brom, engar breytingar.

„Útskýringar þjálfarans á því að hann gerði ekki breytingar voru þær að hann hefði haft á tilfinningunni að þetta væri að detta. Hann sagðist hafa treyst þeim sem voru inná til að gera gæfumuninn. Það gekk svo ekki. Það er skítt fyrir Albert en lífið heldur áfram um næstu helgi," sagði Guðmundur í Dr. Football en þar var meðal annars rætt um hlutverk Alberts hjá AZ.

„Hann hefur mest verið að spila á hægri kanti. Það er verið að spila 4-3-3 með fyrirliðann í tíunni. Það er gaur sem er 'box-to-box' leikmaður. Albert datt út úr liðinu rétt fyrir jól, þá var liðið búið að vera lélegt í nokkra leiki og Albert lenti í holu:"

„Eftir jól vann AZ fyrstu átta leikina og fékk varla á sig mark. Albert sat áfram á bekknum og situr enn. Hann bíður eftir tækifærinu og æfir bara meira."



Athugasemdir
banner
banner
banner