Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 28. apríl 2024 09:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hefur verið spilað á töluvert verri völlum í deildinni“
Breiðablik heimsækir vorfagra Meistaravelli í kvöld.
Breiðablik heimsækir vorfagra Meistaravelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa spilað heimaleik á hlutlausum velli í Laugardalnum í síðustu umferð mun KR taka á móti Breiðabliki á Meistaravöllum í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 í kvöld og verður fyrsti grasleikur deildarinnar þetta tímabilið. Eins og skiljanlegt er þá er völlurinn talsvert frá sínu besta.

Benedikt Bóas Hinriksson býst við háloftabolta í leiknum en í útvarpsþættinum Fótbolti.net var heyrt stuttlega hljóðið í Magnúsi Böðvarssyni, vallarstjóra hjá KR, sem var að sinna störfum.

„Ég reikna með að það verði smá háloftabolti, það á samt að vera hægt að halda boltanum á jörðinni að einhverju leyti," segir Magnús sem var svo beðinn um að meta stöðuna á vellinum á skalanum 1-10.

„No comment!" svaraði hann léttur en bætti svo við:

„Það hafa farið fram leikir á töluvert verri völlum í efstu deild karla en það sem Meistaravellir muni bjóða upp á. Maður þarf jafnvel ekki að leita lengra en á síðasta ár eða jafnvel bara í ár ef við tökum innanhússboltann með."

sunnudagur 28. apríl
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl
18:00 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Athugasemdir
banner
banner