Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 01. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Bóas spáir í elleftu umferð Pepsi Max
Benni Bóas
Benni Bóas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Lár
Siggi Lár
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Einar Orri Einarsson var með tvo rétta þegar hann spáði fyrir um leiki tíundu umferðar í Pepsi Max-deildinni.

Valsarinn Benedikt Bóas Hinriksson spáir í leiki elleftu umferðar. Fyrsti leikur umferðarinnar er í kvöld en óvíst er hvenær leikur Fylkis og HK fer fram vegna smits í leikmannahópi Fylkis.

Valur 3 - 0 FH (Í kvöld)
Ég trúi á góðan sigur í kvöld hjá mínum mönnum. Það er einhver doði yfir FH og það er lítið stuð í Hafnarfirði. Þetta verður alveg erfiður leikur og allt það en ég sé þrjú góð mörk koma frá Sigga Lár sem byrjar upp á topp, Guðmundi Andra og Sebastian Hedlund. Óli Jóh fær klapp fyrir og eftir leik frá stuðningsmönnum Vals sem mæta. Ég er reyndar drullustressaður á mætingu í kvöld þar sem við spiluðum við smitaða Fylkismenn og það er þungt yfir borginni og allir eru flúnir í góða veðrið fyrir norðan og austan.

Stjarnan 2 - 0 Keflavík (Laugardag)
Þetta er auðveldur einn enda Stjarnan á einhverju svakalegu rönni og Toddi að ná að snúa þessu gengi við. Stjarnan er bara með betra lið, á heimavelli og er farið að líða vel með boltann.

Breiðablik 4 - 1 Leiknir (Laugardag)
Þarna sést bara gæðamunur á liðunum og þó Leiknismenn hafi gert skínandi hluti í síðasta leik gegn Víking þá eiga þeir ekki séns gegn heitasta liði deildarinnar. Blikar krúsa létt í gegnum þetta þó Anton gefi eitt mark.

Fylkir 3 - 2 HK (FRESTAÐ)
Ég spái bara í þennan leik eins og hann fari fram. Verður stórskemmtilegur leikur enda væntanlega stakur leikur um Verslunarmannahelgina. Giska að hann fari þá fram.

KA 1 - 2 KR (Mánudag)
KR hafa ekki beint verið að heilla undanfarna tvo leiki með því að réttsvo vinna Kára og tapa fyrir Stjörnunni. Rúnar Kristinsson leyfir ekki þriðja leikinn í röð vera slakann. Þess vegna spái ég þeim sigri.

Víkingur 3 - 1 ÍA (Mánudag)
Þetta er bara munurinn á liðunum. Víkingar eru særðir eftir smánarlegt tap gegn Leikni þannig þeir keyra bara yfir ÍA og verða komnir í 3-0 í fyrri hálfleik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner