Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 04. apríl 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gylfi fær sér stundum ananas á pizzu
Gylfi er ósammála forsetanum.
Gylfi er ósammála forsetanum.
Mynd: Getty Images
Á dögunum gafst lesendum Fótbolta.net kostur á að senda spurningar á Gylfa Þór Sigurðsson, okkar fremsta fótboltamann í dag.

Gylfi hefur svarað þeim spurningum sem hann komst yfir og verður afraksturinn birtur hér á síðunni á fimmtudaginn.

Hann var meðal annars spurður að því hver væri hans skoðun varðandi ananas á pizzu?

„Er pepperoni maður, en þegar ég breyti til þá er ananas á pizzunni," sagði Gylfi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsti því yfir á dögunum að hann myndi banna ananas á pizzur ef hann gæti það. Guðni gerði það auðvitað í gríni en við það sköpuðust miklar umræður og málið varð fréttamál um allan heim.

„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína," sagði Guðni í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þegar umræðan náði hámarki.
Athugasemdir
banner
banner
banner