Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 10. júní 2020 21:37
Fótbolti.net
Smit í Leikni (Staðfest)
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Getty Images
Hollenski markvörðurinn Guy Smit hefur samið um að spila með Leikni í Breiðholti í Lengjudeildinni í sumar.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Smit er 24 ára gamall og er 1,95 m á hæð. Hann var hjá FC Eindhoven og De Graafschap. Á yngri árum var hann í herbúðum Vitesse og NEC Nijmegen. Hann var hjá síðastnefnda liðinu á sama tíma og Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður.

„Smit er væntanlegur til landsins í næstu viku og verður gaman að sjá hann spreyta sig undir merkjum Leiknis," segir á heimasíðu Leiknis.

Leiknir hafnaði í þriðja sæti 1. deildarinnar (þá Inkasso-deildin) á síðasta tímabili. Eyjólfur Tómasson sem verið hefur aðalmarkvörður Leiknis síðan 2009 lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner