Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mið 13. júní 2018 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Frederik: Hugsa ekki um þetta lengur
Icelandair
Frederik Schram bleytir hanskana fyrir æfingu.
Frederik Schram bleytir hanskana fyrir æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við getum ekki kvartað yfir neinu. Við erum með frábæran æfingavöll, frábært hótel og veðrið er líka gott," sagði Frederik Schram fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Rússlandi í gær.

„Æfingarnar hafa verið mjög góðar og menn eru meira en klárir í fysrta leik gegn Argentínu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leik og vonandi gengur hann vel."

Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins en Frederik er að reyna að setja pressu á hann.

„Ég set alltaf pressu á markmann númer eitt ef ég er númer tvö. Það er engin spurning. Hannes er markvörður eitt og hann hefur staðið sig frábærlega. Ég er hér til að styðja hann. Allir eru að vinna í liðsandanum og ég styð markmann númer eitt þegar ég er ekki númer eitt. Ég geri það af fullum krafti að sjálfsögðu."

Frederik gerði slæm mistök gegn Norðmönnum á dögunum en þau kostuðu mark frá Joshua King.

„Þetta var ekki það besta sem gat komið fyrir mig. Þú þarft að takast á við svona hluti þegar þú ert markvörður. Ef þú gerir mistök þá kostar það líklega mark. Það er mikilvægast hvernig þú tekst á við þetta og hvernig þú kemur til baka. Ég hugsa ekki um það lengur."

„Við sjáum toppmarkmennina í heiminum gera mistök í hverri viku. Þetta voru ekki fyrstu mistökin mín og því miður verða þetta væntanlega ekki þau síðustu. Ég reyni að vera í góðu skapi og æfa vel á hverjum degi hér."


Hér að oafn má
Athugasemdir
banner
banner
banner