Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 15. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Mete lauk ferlinum til að flytja til Zlatans
Guðmundur í leik með Haukum.
Guðmundur í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Viðar Mete er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net. Hann ræðir í þættinum um vinskap sinn við Zlatan Ibrahimovic sem hefur verið vinur hans frá 10 ára aldri. Hann segir meðal annars frá því hvernig fótboltaferli hans lauk árið 2013 þegar Zlatan bað hann að flytja til Parísar og aðstoða sig.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Guðmundur Viðar hafði þá spilað fimm leiki með Aftureldingu sumarið 2013 auk þess að þjálfa hitt liðið í Mosfellsbæ, Hvíta Riddarann.

„Svo kemur það upp að ég flytji til Parísar í þrjá mánuði svo ég bið um að fá að hætta hjá Aftureldingu," sagði Guðmundur Viðar sem flutti þá heim til Zlatans sem þá lék með PSG í Frakklandi.

„Ég var mest að hanga á æfingasvæðinu og hélt honum félagsskap. Ég hjálpaði honum með börnin og skutlaði þeim í skólann og var með strákunum ef hann þurfti að fara eitthvað," sagði Guðmundur Viðar.

„Hann spurði 'ertu til í að koma hingað og vera í þrjá mánuði, ég þarf smá aðstoð með krakkkana?' ég sagði bara 'já'," sagði Guðmundur Viðar.

Hann segir einnig frá uppákomum þar sem hann mætti í mat hjá Inter Milan þó svo Jose Mourinho þáverandi þjálfari liðsins hafi bannað það, þegar hann reyndi heila kvöldstund að útskýra verðtryggingu fyrir Gennaro Gattuso, sat til borðs með David Beckham í Mílanó og þegar Mourinho bannaði honum að taka myndir á æfingu Man Utd.
Miðjan - Guðmundur Mete: Æskuvinur Zlatan um Malmö, Keflavík og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner