Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 15. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Havertz: Tilbúinn að taka stórt skref
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz, stjörnuleikmaður Bayer Leverkusen, segist tilbúinn að taka næsta skref á sínum ferli.

Þessi tvítugi leikmaður hefur verið frábær fyrir Leverkusen síðustu tímabil og Real Madrid, Liverpool og Juventus hafa fylgst grannt með.

„Ég er tilbúinn að taka stórt skref og ég er hrifinn af áskorunum. Í mínum huga er ég líka opinn fyrir því að spila erlendis," segir Havertz við Bild.

„Leverkusen er frábært félag og mér líður vel hérna. En auðvitað vil ég taka næsta skref á ferlinum á einhverjum tímapunkti. Það er minn metnaður."

Havertz segir að mikilvægt sé í sínum huga að velja félag með rétta stjórann.

„Þjálfarinn er mikilvæg persóna í mínum huga. Hann verður að passa vel," segir miðjumaðurinn ungi.

Það er búist við því að Havertz verði seldur í sumar en hann mun væntanlega ekki kosta minna en 90 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner