Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 15. apríl 2020 09:40
Elvar Geir Magnússon
Riftunarákvæði Haaland tekur gildi á næsta ári
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Griezmann, Martínez, Kane, Coutinho, Niguez, Aguero, Haaland og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Independiente í Argentínu vill fá sóknarmanninn Sergio Aguero (31) frá Manchester City aftur til félagsins. (Mirror)

Manchester United og Real Madrid munu ekki geta virkjað 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Erling Braut Haaland (19) við Dortmund í sumar þar sem ákvæðið tekur ekki gildi fyrr en sumarið 2022. (Mirror)

Inter mun biðja um franska framherjann Antoine Griezmann (29) á móti ef Barcelona gerir tilboð í argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (22). (La Gazzetta dello Sport)

Barcelona mun reyna að kaupa sænska framherjann Alexander Isak (20) frá Real Sociedad ef félaginu mistekst að landa Martínez. (Marca)

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante (29) hjá Chelsea er á meðal leikmanna sem Real Madrid er með á óskalista sínum. (AS)

Harry Reddknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segir að sóknarmaðurinn Harry Kane (26) taki ekki skref upp á við með því að fara til Manchester United. Hann telur að Kane vilji fari til Barcelona eða Real Madrid einn daginn. (TalkSport)

Arsenal og Chelsea munu fá tækifæri til að kaupa Philippe Coutinho (27) frá Barcelona í sumar. Bayern München mun ekki nýta sér þann möguleika á að kaupa Brasilíumanninn alfarið en hann hefur verið á láni hjá Þýskalandsmeisturunum. (Sun)

Umboðsmaður Donny van de Beek (22) hjá Ajax segir að mikill áhugi sé á hollenska miðjumanninum. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. (Voetbal International)

Ítalski framherjinn Lorenzo Insigne (28) er nálægt því að framlengja samningi sínum við Napoli til 2025. (Calciomercato)

Manchester United hefur fylgst vel með Saul Niguez (25) en er bara tilbúið að borga 70 milljónir punda fyrir spænska landsliðsmanninn. Hann er með 132 milljóna punda riftunarákvæði. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner