Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 16. desember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Afreksstefna KSÍ 2020-2025 – „Hvernig endurtökum við leikinn?“
Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti á dögunum afreksstefnu sína fyrir árin 2020-2025 en stefnan hefur verið í mótun undanfarið árið.

Aðferðafræði afreksstefnu KSÍ 2020-2025 leggur grunn fyrir afreksfólk framtíðarinnar og gerir landsliðum Íslands kleift að ná árangri á alþjóðlegum mótum á vegum UEFA og FIFA.

Til þess að geta sett afreksstefnu til framtíðar er mikilvægt að skilja fortíðina, gera sér grein fyrir gildum íslenskrar knattspyrnu og eiginleikum íslensks knattspyrnufólks. Íslenskir leikmenn búa yfir ákveðnum eiginleikum sem við höfum í huga þegar við ölum okkar landsliðsfólk.

Skipulag
Agi
Hugrekki
Ástríða
Liðsheild

Allt afreksstarf í íslenskri knattspyrnu byrjar í aðildarfélögum KSÍ. Leikmenn landsliðanna fá sitt knattspyrnulega uppeldi og grunnþjálfun hjá sínum félagsliðum. Það er m.a. þessu frábæru starfi félaganna að þakka að landsliðin okkar standast gæðakröfur knattspyrnunnar í Evrópu. Grasrótarstarf á Íslandi fyrir leikmenn á öllum aldri er á heimsmælikvarða og það er mjög mikilvægt að halda áfram að þróa og bæta grasrótina. Þetta er grunnurinn sem elur af sér landsliðsmenn framtíðarinnar.

Ein af okkar stærstu áskorunum er að taka réttar ákvarðanir fyrir einstaklinginn og hjálpa þar með til við að búa til framtíðarlandsliðsmenn A liðanna okkar. Hugmyndafræðin er ólík eftir aldursflokkum og einstaklingsbundin vegna þess að við viljum að bestu leikmennirnir fái einstaklingsbundna þjálfun með langtímahagsmuni hvers leikmanns í huga.

Landsliðsstiginn er vegvísir sem sýnir leið leikmanns frá U15 landsliði og upp í A landslið. Landsliðsmenn þurfa að kynnast umgjörð landsliða, læra á hana og kunna að nota hana til að hámarka frammistöðu sína og auka þannig líkurnar á því að ná að taka öll skrefin sem til þarf upp í A landslið.

Kynning á afreksstefnunni og myndband um hana má sjá hér
Athugasemdir
banner
banner
banner