Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Higuain: Ég skoraði 26 mörk og þeir keyptu Benzema og Kaka
Gonzalo Higuain, framherji Inter Miami í MLS-deildinni, fór yfir víðan völl í viðtali við ESPN Futbol 360 á dögunum, en hann ræddi meðal annars um dvöl hans hjá Real Madrid.

Higuain hóf ferilinn hjá River Plate í Argentínu en var seldur til Real Madrid árið 2006. Hann spilaði þar í sjö ár og gerði 121 mark fyrir félagið en það var ekki nóg.

Árið 2009 var Cristiano Ronaldo keyptur frá Manchester United og náðu þeir félagarnir vel saman á vellinum. Higuain skoraði 27 mörk í spænsku deildinni en eftir tímabilið fékk Real Madrid bæði Karim Benzema og Kaka. Higuain ruglaðist aðeins á tölfræðinni í viðtalinu en hann skoraði 27 mörk en ekki 26.

„Þegar Benzema var þarna þá var þetta mjög heilbrigð samkeppni en við urðum að gera okkar besta. Þegar Cristiano kom þá skoraði hann 27 mörk og ég skoraði 26 mörk. Í næsta glugga þá keypti félagið Kaka og Benzema. Það var þá sem ég sagði einfaldlega: „Hvað þarf ég eiginlega að skora mörg mörk?"."

„Karim kom inn og hann náði því besta úr mér og ég náði því besta úr honum. Hann er mögnuð nía," sagði Higuain.
Athugasemdir
banner