Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 19. desember 2020 18:18
Victor Pálsson
„Ekki þakka Guði, þakkaðu Gylfa"
Mynd: Getty
Gylfi Þór Sigurðsson spilar nú með Everton sem er að leika við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson spilar nú með Everton sem er að leika við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park.

Gylfi og hans liðsfélagar eru með 2-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Everton komst tvívegis yfir á heimavelli.

Rob Holding varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark til að koma Everton yfir en Nicolas Pepe jafnaði metin fyrir Arsenal úr vítaspyrnu.

Gylfi átti svo stóran þátt í öðru marki heimaliðsins en hann átti góða fyrirgjöf úr hornspyrnu sem Yerri Mina skallaði í netið.

Mina benti til himinns eftir að hafa komið boltanum í netið og þakkaði þar með Guði eins og algengt er.

„Ekki þakka Guði, þakkaðu Gylfa,"
sagði Jamie Carragher þá í beinni útsendingu en hann lýsir leiknum fyrir Sky Sports sem þótti ansi skemmtilegt.

Gylfi hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum og skoraði til að mynda eina markið í 1-0 sigri á Chelsea úr vítaspyrnu.







Athugasemdir
banner
banner